Íslensku keppendurnir á European Young Masters sem fram fór á Hamburger Golf Club hafa lokið leik. Fjórir íslenskir keppendur eru meðal þátttakenda á mótinu en það eru þau Saga Traustadóttir, GR, Ólöf María Einarsdóttir, GHD, Henning Darri þórðarson, GK og Fannar Ingi Steingrímsson, GHG.
Þær Saga Traustadóttir og Ólöf María Einarsdóttir spiluðu báðar á 236 höggum og enduðu í 39 sæti. Fannar Ingi Steingrímsson endaði í 13 sæti í strákaflokki en hann spilaði hringina þrjá á 219 höggum. Henning Darri Þórðarson hafnaði í 23 sæti á 225 höggum en hann spilaði loka hringinn á 69 höggum eða 2 undir pari.
Skor hjá stúlkum er að finna hér.
Skor hjá strákum er að finna hér