Frá vinstri: Ragnhildur Kristinsdóttir, Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, Andrea Ýr Ásmundsdóttir. Á myndina vantar Andreu Bergsdóttur. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hér:

Kvennalandslið Íslands keppti í efstu deild á Evrópumeistaramóti í liðakeppni 2021 dagana 6. – 10. júlí 2021. Ísland endaði í 12. sæti af alls 19 liðum. England fagnaði Evrópumeistaratitlinum eftir úrslitaleik gegn Svíum – Ítalía varð í þriðja sæti .

Mótið fór fram á Norður-Írlandi á hinum sögufræga Royal County Down GC á Norður-Írlandi. Þjálfari liðsins var Karl Ómar Karlsson og María Kristín Valgeirsdóttir var sjúkraþjálfari liðsins.

Keppni hófst 6. júlí og lokakeppnisdagurinn fór fram 10. júlí. Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að fyrstu tvo keppnisdagana var leikinn höggleikur – 36 holur alls. Fimm bestu skorin töldu hjá hverju liði. Átta efstu liðin léku til úrslita um Evrópumeistaratitilinn í holukeppni sem tók við af höggleiknum. Liðin þar fyrir neðan kepptu um sæti nr. 9.-19. í riðlum og holukeppni.

Lokastaðan:

1. England
2. Svíþjóð
3. Ítalía
4. Skotland
5. Danmörk
6. Tékkland
7. Spánn
8. Írland
9. Frakkland
10. Sviss
11. Þýskaland
12. Ísland
13. Slóvakía
14. Finnland
15. Holland
16. Austurríki
17. Wales
18. Slóvenía
19. Belgía

Ísland mætti liði Finnland í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Þar vann Ísland góðan 3-2 sigur og kom sér í úrslitaleiki um sæti 9-12. Andrea Bergsdóttir vann sinn leik 5/3 , Hulda Clara Gestsdóttir sigraði 2/1 og Ragnhildur Kristinsdóttir náði að knýja fram sigur á 21. holu í bráðabana.

Upplýsingar um rástíma, skor og úrslit má nálgast hér:

Ísland mætti næst liði Sviss og fór sá leikur 4-1 fyrir Sviss. Hulda Clara Gestsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir fengu báðar 1/2 vinning en aðrir leikir töpuðust.

Ísland mætti liði Þýskalands í leik um 11.-12. sætið. Sá leikur endaði með sigri Þjóðverja 3 1/2 – 1 1/2. Heiðrún Anna Hlynsdóttir og Andrea Ýr Ásmundsdóttir sigruðu í fjórmenningsleiknum 2/1 og Ragnhildur Kristinsdóttir fékk 1/2 stig. Aðrir leikir töpuðust.

Eftirtaldir leikmenn skipuðu kvennalandslið Íslands:

  • Andrea Bergsdóttir, Hills GC
  • Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA
  • Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS
  • Hulda Clara Gestsdóttir, GKG
  • Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR
  • Ragnhildur Kristinsdóttir, GR

Alls eru 19 þjóðir sem keppa á EM kvenna: Austurríki, Belgía, Tékkland, Danmörk, England, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Ísland, Írland, Ítalía, Holland, Skotland, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss og Wales

2. keppnisdagur

Ísland endaði í 13. sæti af alls 19 þjóðum í höggleikskeppninni og leikur því um sæti 9.-16. sæti í holukeppninni.

1. keppnisdagur

Íslenska liðið er í 14. sæti af alls 19 liðum á +28 höggum yfir pari. Andra Bergsdótir lék best í íslenska liðinu á 76 höggum eða +3 samtals og Ragnhildur Kristinsdóttir var á 78 höggum en par vallar er 73 högg. Tékkland er í efsta sæti á +1 samtals.

Andrea Bergsdóttir 76 högg (+3)
Ragnhildur Kristinsdóttir 78 högg (+5)
Hulda Clara Gestsdóttir 80 högg (+7)
Heiðrún Anna Hlynsdóttir 80 högg (+7)
Andrea Ýr Ásmundsdóttir 79 högg (+6)
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir 85 högg (+12)

<strong>Frá vinstri Ragnhildur Kristinsdóttir Heiðrún Anna Hlynsdóttir Hulda Clara Gestsdóttir Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir Andrea Ýr Ásmundsdóttir Á myndina vantar Andreu Bergsdóttur <strong>
<strong>Hulda Clara Gestsdóttir Myndsethgolfis <strong>
<strong>Ragnhildur Kristinsdóttir Myndsethgolfis<strong>
<strong>Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir Myndsethgolfis<strong>
<strong>Heiðrún Anna Hlynsdóttir Myndsethgolfis<strong>
<strong>Andrea Ýr Ásmundsdóttir Myndsethgolfis<strong>
<strong>Andrea Bergsdóttir MyndKÓK<strong>

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ