/

Deildu:

Auglýsing

Nýjar golfreglur tóku gildi um síðustu áramót . Þær eru afrakstur verkefnis sem sneri að því nútímavæða reglurnar til að mæta núverandi þörfum leiksins. Reglurnar eru mjög breyttar frá fyrri útgáfum og í ljósi þessu mun dómaranefnd GSÍ halda endurmenntunarnámskeið fyrir golfdómara og í framhaldi af því munu allir golfdómarar taka próf til að staðfesta kunnáttu sína á reglunum og viðhalda réttindum sínum. Fyrirkomulag prófanna verður kynnt á endurmenntunarnámskeiðinu.

Námskeiðin vera haldin 2. febrúar og 2. mars, kl. 9:00 – 15:00, í Íþrótta-miðstöðinni í Laugardal. Seinna námskeiðið er fyrir þá sem ekki komast á það fyrra. Hægt er að fylgjast með fyrirlestrunum í beinni netútsendingu, hafi menn ekki tök á að mæta í Laugardalinn.

Dómaranefndin mælist til þess að allir golfdómarar mæti á námskeiðið en það er þó ekki krafa til að fá að taka endurmenntunarprófið.

Þeir sem hafa áhuga á að sitja námskeiðið og hafa ekki þegar tilkynnt þátttöku sína geta sent tölvupóst á netfangið domaranefnd@golf.is og tilgreint þar hvora dagsetninguna þeir velja eða horft á netútsendinguna.

Dómaranefndin mun standa fyrir héraðsdómaranámskeiði í vor eins og hefur verið gert síðustu ár. Fyrirlestrar verða 18., 21., 26., og 28. mars 2019, kl. 19:00 – 22:00 og próf þann 30. mars og 4. apríl.

Þátttöku í héraðsdómaranámskeiði er hægt að tilkynna með því að senda tölvupóst á domaranefnd@golf.is

Héraðsdómaranámskeiðið verður auglýst þegar nær dregur. Dómaranefndin vill hvetja forráðamenn golfklúbba til ræða við þá félaga sem þeir telja að gætu haft áhuga á að starfa fyrir klúbbinn á sviði mótahalds og dómgæslu og hvetja þá til að afla sér dómararéttinda. Einnig getur verið mjög praktískt að meðlimir mótanefnda klúbbanna sæki héraðsdómaranámskeiðið. Oft á tíðum sjá mótanefndarmenn um framkvæmd golfmóta og eru þá hvort eð er á staðnum þegar mót eru haldin. Því fleiri dómarar sem klúbbarnir hafa á að skipa, því betra. Fyrir utan að störfin dreifast þá á fleiri hendur er alltaf skemmtilegra fyrir dómara að hafa fleiri dómara í klúbbnum til að ræða álitamál sem koma upp o.s.frv.

Með golfkveðju, dómaranefnd GSÍ.

 

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ