/

Deildu:

Íslenska landsliðið. Fremstur Birgir Leifur Hafþórsson þjálfari, frá vinstri: Guðmundur Ágúst, Egill Ragnar, Gísli, Andri Þór, Haraldur Franklín og Aron Snær. Mynd/BHL.
Auglýsing

Íslenska karlalandsliðið hóf keppni í dag í 2. deild Evrópumótsins í golfi en keppt er í Lúxemborg. Fyrsti keppnisdagurinn fór vel hjá íslenska liðinu sem er í öðru sæti.
Staðan í keppninni og úrslit: 

Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að leiknir eru tveir 18 holu hringir í höggleik þar sem fimm bestu skorin gilda hjá hverri þjóð.

Fjórar efstu þjóðirnar í höggleiknum leika til undanúrslita og skiptir miklu máli að enda í einu af þremur efstu sætunum því þrjár þjóðir tryggja sér keppnisrétt á meðal þeirra bestu í Evrópu á næsta ári.

Íslenska liðið lék eins og áður segir gríðarlega vel í dag og er samtals á 2 höggum undir pari en Wales er í efsta sæti á -4 samtals. Tékkar koma þar á eftir á +5 samtals.

Landslið Íslands er þannig skipað og þeir léku þannig á fyrsta hringnum:

Andri Þór Björnsson 69 högg (-3)
Guðmundur Ágúst Kristjánsson 70 högg (-2)
Haraldur Franklín Magnús 72 högg
Aron Snær Júlíusson 73 högg (+1)
Egill Ragnar Gunnarsson 74 (+2)
Gísli Sveinbergsson 74 högg (+2)

Í fyrra lék Ísland til undanúrslita í þessari deild þar sem keppt var í Póllandi. Þar tapaði Ísland 5-2 gegn Austurríki og í leiknum um þriðja sætið og sæti í efstu deild tapaði Ísland einnig og nú gegn Noregi, 4-3.

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ