Íslenska landsliðið. Fremstur Birgir Leifur Hafþórsson þjálfari, frá vinstri: Guðmundur Ágúst, Egill Ragnar, Gísli, Andri Þór, Haraldur Franklín og Aron Snær. Mynd/BHL.
Auglýsing

Íslenska karlalandsliðið er einu skrefi frá því að tryggja sér sæti á meðal þeirra bestu í Evrópu. Ísland endaði í efsta sæti eftir höggleikinn í 2. deild sem fram fer í Lúxemborg. Íslensku leikmennirnir bættu sig um átta högg frá því á fyrsta hringnum og lék samtals á 708 höggum.

Staðan í mótinu: 

Wales varð í öðru sæti og þar á eftir komu Tékkar og Slóvenar. Þessi fjögur lið leika í undanúrslitum á föstudag og sigurliðin í þeim viðureignum eru örugg með eitt af þremur sætunum sem tryggja sæti í efstu deild að ári. Ísland mætir liði Slóveníu og með sigri í þeim leik gulltryggir Ísland sér sæti í efstu deild að ári. Wales og Tékkland mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni.

Skor íslenska liðsins í dag var eftirfarandi:

Gísli Sveinbergsson 67 högg -5
Haraldur Franklín Magnús 67 högg -5
Guðmundur Ágúst Kristjánsson 70 högg -2
Andri Þór Björnsson 71 högg -1
Egill Ragnar Gunnarsson 75 högg +3
Arnór Snær Júlíusson 75 högg +3

Screen Shot 2016-07-07 at 5.49.03 PM Screen Shot 2016-07-07 at 5.39.04 PM

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ