Auglýsing

– Hinn 14 ára gamli Böðvar Bragi Pálsson stefnir hátt í golfíþróttinni

Böðvar Bragi Pálsson hefur á undanförnum árum skipað sér í fremstu röð í golfíþróttinni þrátt fyrir ungan aldur. GR-ingurinn hefur látið að sér kveða á Íslandsbankamótaröð unglinga og hann steig sínu fyrstu skref á mótaröð þeirra bestu, Eimskipsmótaröðinni, á sl. sumri. Böðvar er í 9. bekk og í yngri landsliðshóp GSÍ og verður spennandi að fylgjast með þessum kappa, sem nú þegar hefur afrekað að leika á 66 höggum á Sjónum/Ánni á Korpu, í framtíðinni.

Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi?
„Fjölskyldan mín er í golfi og kynnti mig fyrir íþróttinni þegar ég var lítill. Ég hef elskað golf síðan.“

Hvað er skemmtilegast við golfið?
„Að spila golf í góðum félagsskap er það skemmtilegasta.“

Framtíðardraumarnir í golfinu?
„Að verða atvinnumaður og komast á PGA.“

Hver er styrkleikinn þinn í golfi?
„Stutta spilið.“

Hvað þarftu að laga í þínum leik?
„Lengri höggin.“

Böðvar Bragi Pálsson. Mynd/seth@golf.is

Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi?

„Þegar ég sló besta högg sem ég hef slegið þegar Sean Foley, þjálfarinn hans Justin Rose og gamli þjálfarinn hans Tiger Woods, var að horfa á. Ég var í bráðabana á móti í Bandaríkjunum, lenti í erfiðri stöðu um 50 metra frá holu, sló lágt högg með miklum bakspuna sem endaði um 2 metra frá. Fékk fugl en það dugði ekki til sigurs í bráðabananum – en höggið var eftirminnilegt.“

Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? 

„Það var á fyrsta teig í Meistaramóti í Grafarholti árið 2013. Ég rakst í kúluna í æfingasveiflu og kúlan flaug til hægri niður brekkuna. Það voru margir áhorfendur og sumir sögðu að þetta hefði verið högg.“

Draumaráshópurinn?
„Tiger Woods, Phil Mickelson og Victor Dubuisson.“

Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna?
„Orange County National (Crooked Cat), því það er skemmtilegur völlur sem getur refsað.“

Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna?
„12. holan á Korpu, 3. holan á Garðavelli og 18. holan á Bay Hill. Þetta eru allt fallegar holur og mjög erfiðar.“

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf?
„Ekkert.“

Í hvaða skóla og bekk ertu?
„Ég er í 9. bekk í Foldaskóla.“

Staðreyndir:
Nafn: Böðvar Bragi Pálsson.
Aldur: 14 ára.
Forgjöf: 2,3.
Uppáhaldsmatur: Gúllassúpa.
Uppáhaldsdrykkur: Vatn.
Uppáhaldskylfa: Driver.
Ég hlusta á: Alls konar tónlist.
Besta skor í golfi: 66, Sjórinn/Áin á Korpu.
Rory McIlroy, Tiger Woods eða Jordan Spieth? Tiger Woods.
Besta vefsíðan: kylfingur.is.
Besta blaðið: Golf á íslandi.
Hvað óttast þú mest í golfinu: Að tvíslá.
Dræver: Titleist 917.
Brautartré: TaylorMade M2.
Blendingur: TaylorMade M2.
Járn: Titleist AP2
Fleygjárn: Titleist Vokey SM6
Pútter: TaylorMade TP
Hanski: Ég nota ekki hanska.
Skór: Nike Lunar.
Golfpoki: Titleist.
Kerra: Clicgear

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ