Auglýsing

Axel Bóasson úr Keili og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili sigruðu á Honda Classic mótinu sem lauk á Urriðavelli í dag. Mótið var annað mót keppnistímabilsins 2017-2018 á Eimskipsmótaröðinni.

Axel var þremur höggum betri en Andri Þór Björnsson úr GR. Íslandsmeistarinn frá því í sumar léká 5 höggum yfir pari samtals við erfiðar aðstæður á tveimur keppnishringjum á Urriðavelli. Andri Þór gerði harða atlögu að efsta sætinu á lokahringnum en Axel stóðst álagið og landaði nokkuð öruggum sigri.

Lokastaða efstu kylfinga í karlaflokki:

1. Axel Bóasson, GK (74-73) 147 högg +5
2. Andri Þór Björnsson, GR (79-71) 150 högg +8
3. Tumi Hrafn Kúld, GA (74-78) 152 högg +10
4. Ólafur Björn Loftsson, GKG (79-75) 154 högg +12
5. Vikar Jónasson, GK (79-76) 155 högg +13
6. Böðvar Bragi Pálsson, GR (83-73) 156 högg +14
7. Andri Már Óskarsson, GHR (79-78) 157 högg +15
8. Hákon Harðarson, GR (85- 75) 160 högg +18
9. Henning Darri Þórðarson, GK (84-78) 162 högg +20
10. Haukur Már Ólafsson, GKG (82-83) 165 högg +23

Frá vinstri: Andri Þór, Axel og Tumi Hrafn. Mynd/seth@golf.is

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili sigraði á öðru móti sínu í röð á Eimskipsmótaröðinni í golfi á keppnistímabilinu 2017-2018. Guðrún Brá sigraði á Honda Classic mótinu sem lauk í dag á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Hún sigraði einnig á fyrsta móti tímabilsins, Bose mótinu, sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri fyrir tveimur vikum.

Lokastaða efstu kylfinga í kvennaflokki:

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (76-75) 151 högg +9
2. Saga Traustadóttir, GR (82-76) 158 högg +16
3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (79 -81) 160 högg +18
4. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (84- 78) 162 högg +20
5. Berglind Björnsdóttir, GR (84-85) 169 högg +27
6.-7. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (85-88) 173 högg +31
6.-7. Hrafnhildur Guðjónsdóttir, GO (85-88) 173 +31

Frá vinstri: Anna Sólveig, Guðrún Brá og Saga. Mynd/seth@golf.is

Önnur umferðin sem var fyrirhuguð síðdegis á fyrri keppnisdegi mótsins var fellld niður en gríðarlega erfiðar aðstæður voru á Urriðavelli fyrri part dags hjá Golfklúbbnum Oddi. Það verða því leiknar 36 holur á þessu móti, 18 í dag og 18 á sunnudaginn.

Skor keppenda er uppfært hér: 

Staðan í karlaflokki fyrir lokahringinn:
1.- 2. Axel Bóasson, GK 74 högg (+3)
1.- 2. Tumi Hrafn Kúld, GA 74 högg (+3)
3.-7. Ólafur Björn Loftsson, GKG 79 högg (+8)
3.-7. Andri Þór Björnsson, GR 79 högg (+8)
3.-7. Vikar Jónasson, GK 79 högg (+8)
3.-7. Andri Már Óskarsson, GHR 79 högg (+8)
3.-7. Einar Long, GR 79 högg (+8)
8. Kristján Þór Einarsson, GM 81 högg (+10)
9.- 10. Haukur Már Ólafsson, GKG 82 högg (+11)
9.- 10. Rafn Stefán Rafnsson, GB 82 högg (+11)

Staðan í kvennaflokki:

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 76 högg (+5)
2. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 79 högg (+8)
3. Saga Traustadóttir, GR 82 högg (+11)
4.- 5. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 84 högg (+13)
4.- 5. Berglind Björnsdóttir, GR 84 högg (+13)

Mótið er annað mót keppnistímabilsins 2017-2018 á Eimskipsmótaröðinni. Alls verða mótin átta og fara tvö mót fram haustið 2017 og er einu þeirra lokið, Bose mótinu, sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri.

Skor keppenda er uppfært hér: 

Keppnistímabilið hefst síðan að nýju vorið 2018 eru sex mót á dagskrá þar til lokamótið fer fram um miðjan ágúst.

Íslandsmeistarinn Axel Bóasson úr Keili er á meðal keppenda á Honda Classic mótinu en hann leikur sem atvinnumaður á Nordic mótaröðinni. Andri Þór Björnsson, sem er einnig atvinnukylfingur á sömu mótaröð, verður á meðal keppenda. GR-ingurinn endaði í þriðja sæti á Íslandsmótinu 2017.

Kristján Þór Einarsson, Íslandsmeistari í golfi 2008, er einnig á meðal keppenda. Aron Snær Júlíusson, GKG, sem hefur sigrað á tveimur síðustu mótum á Eimskipsmótaröðinni á þessu ári kemst ekki í þetta verkefni vegna þátttöku hans á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina.

Axel Bóasson GK Myndsethgolfis

Stigameistarinn 2016-2917 í karlaflokki, Vikar Jónasson úr GK, er á meðal keppenda.  og það sama gildir um Berglindi Björnsdóttur (GR) sem fagnaði sínum fyrsta stigameistaratitli líkt og Vikar á síðasta tímabili Eimskipsmótaraðarinnar. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem sigraði á Bose-mótinu fyrir skemmstu er einnig á meðal keppenda um helgina.

Leiknar verða 36 holur laugardaginn 16. september og 18 holur sunnudaginn 17. september.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ