Auglýsing

Heiðrún Anna Hlynsdóttir úr GOS og Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR fögnuðu sínum fyrsta sigri á ferlinum í dag á „Mótaröð þeirra bestu.“ Þau sigruðu á Egils Gullmótinu sem lauk í dag á Þorlákshafnarvelli.

Skorið var glæsilegt í báðum flokkum. Dagbjartur lék hringina þrjá á 8 höggum undir pari samtals og Heiðrún Anna var á -4 samtals.

Keppendahópurinn var sterkur á Egils Gull-mótinu. Á meðal keppenda voru margfaldir Íslandsmeistarar og atvinnukylfingar. Má þar nefna Ólaf Björn Loftsson (GKG) og Axel Bóasson (GK), sem er ríkjandi Íslandsmeistari.

Nánar hér fyrir neðan:

Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR sigraði í karlaflokki eftir harða baráttu við Sigurð Arnar Garðarsson úr GKG. Þeir voru jafnir fyrir lokaholuna þar sem að úrslitin réðust. Þetta er fyrsti sigur Dagbjarts á „Mótaröð þeirra bestu“ en hann er 16 ára gamall, fæddur árið 2002, líkt og Sigurður Arnar.

Lokastaðan í karlaflokki:

1. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR (69-66-70) 205 högg (-8)
2.-3. Ragnar Már Ríkarðsson, GM (69-68-69) 206 högg (-7)
2.-3. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (69-65-72) 206 högg (-7)
4. Ólafur Björn Loftsson, GKG (68-69-70) 207 högg (-6)
5.-6. Axel Bóasson, GK (68-71-69) 208 högg (-5)
5.-6. Hákon Örn Magnússon, GR (66 -71-71) 208 högg (-5)

Frá vinstri Sigurður Arnar Garðarsson GKG Dagbjartur Sigurbrandsson GRRagnar Már Ríkharðsson GM og Kristín Guðmundsdóttir úr stjórn GSÍ sem afhenti verðlaunin

Hér er viðtal við Dagbjart sem tekið var eftir sigurinn í dag á Þorláksvelli á Egils Gull-mótinu.

Heiðrún Anna Hlynsdóttir úr Golfklúbbi Selfoss sigraði í kvennaflokki á Egils Gull-mótinu. Þetta er fyrsti sigur Heiðrúnar Önnu á Mótaröð þeirra bestu á ferlinum.

Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG og Helga Kristín Einarsdóttir úr GK deildu 2. sætinu á pari vallar samtals.

Lokastaðan í kvennaflokki:

1. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (70-72-67) 209 högg (-4)
2.-3. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (71-69-73) 213 högg (par)
2.-3. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (73-70-70) 213 högg (par)
4. Saga Traustadóttir, GR (68-76–72) 216 högg (+3)
5. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (72-75-72) 219 högg (+6)

Frá vinstri Hulda Clara Gestsdóttir GKG Heiðrún Anna Hlynsdóttir GOS Helga Kristín Einarsdóttir GK og Kristín Guðmundsdóttir úr stjórn GSÍ sem afenti verðlaunin


Smelltu hér til að sjá skor keppenda á Egils Gull – mótinu:

Fyrstu keppendur hófu leik kl. 6:30 laugardaginn 25. maí. Leiknar voru 36 holur á fyrri keppnisdeginum og 18 holur á þeim síðari.

1. keppnisdagur:

Mikill áhugi er á mótinu hjá keppendum og komust færri að en vildu inn í mótið.

Í kvennaflokki voru miklar sviptingar á fyrsta keppnisdeginum. Hulda Clara Gestsdóttir, 17 ára kylfingur úr GKG, er efst á -2 samtals en hún er með tveggja högga forskot á Heiðrúnu Önnu Hlynsdóttur frá Golfklúbbi Selfoss. Þar á eftir koma Helga Kristín Einarsdóttir, GK og Saga Traustadóttir, GR.

Staðan í kvennaflokki eftir 36 holur af alls 54:

Myndasyrpa frá Egils Gull-mótinu á gsimyndi.net:

Hulda Clara Gestsdóttir á 10 teig í dag Myndsethgolfis

1. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (71-69) 140 högg (-2)
2. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (70-72) 142 högg (par)
3. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (73-70) 143 högg (+1)
4. Saga Traustadóttir, GR (68-76) 144 högg (+2)
5. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (72-75) 147 högg (+5)
6.-7. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (74-76) 150 högg (+8)
6.-7. Ingunn Einarsdóttir, GKG (75-75) 150 högg (+8)
8.-9 Eva Karen Björnsdóttir, GR (73-78) 151 högg (+9)
8.-9. Ásdís Valtýsdóttir, GR (77-74) 151 högg (+9)
10. Bjarney Ósk Harðardóttir, GKG (77-75) 152 högg (+10)

Í karlaflokki er Sigurður Arnar Garðarsson úr GKG efstur á -8 en hann er fæddur árið 2002 líkt og Hulda Clara Gestsdóttir. Dagbjartur SIgurbrandsson úr GR er í öðru sæti en hann er einnig fæddur árið 2002. Viktor Ingi Einarsson er fæddur árið 2000 og er því á 19. ári. Þrefaldi Íslandsmeistarinn Axel Bóasson úr Keili er í 10. sæti á -3.

Skorið í karlaflokki var gríðarlega gott í dag enda aðstæðurnar frábærar. Alls léku 21 keppandi á pari vallar eða betur á 36 holum í dag.

Rúnar Arnórsson skemmti sér vel í dag ásamt Axel Bóassyni Myndsethgolfis

Myndasyrpa frá Egils Gull-mótinu á gsimyndi.net:

1. Sigurður Arnar Garðarsson, GK (69-65) 134 högg (-8)
2. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR (69-66) 135 högg (-7)
3. Viktor Ingi Einarsson, GR (70-66) 136 högg (-6)
4.-7. Ragnar Már Ríkharðsson, GM (69-68) 137 högg (-5)
4.-7. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR (70-67) 137 högg (-5)
4.-7. Hákon Örn Magnússon, GR (66-71) 137 högg (-5)
4.-7. Ólafur Björn Loftsson, GKG (68-69) 137 högg (-5)
8. Aron Snær Júlíusson, GKG (70-68) 138 högg (-4)
9.-10. Ragnar Már Garðarsson, GKG (70-69) 139 högg (-3)
9.-10. Axel Bóasson, GK (68-71) 139 högg (-3)

Staðan í karlaflokki eftir 36 holur af alls 54:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ