Site icon Golfsamband Íslands

Daníel Ísak Íslandsmeistari í flokki 19-21 árs

Daníel Ísak Steinarsson úr Keili sigraði á Íslandsmóti unglinga í flokki 19-21 árs. Hann sigraði með sjö högga mun en keppt var á Leirdalsvelli hjá GKG. Alls tóku 18 keppendur þátt í þessum flokki.

1. Daníel Ísak Steinarsson, GK (75-70-69) 214 högg (+1)

2. Sverrir Haraldsson, GM (73-71-77) 221 högg (+8)

3. Lárus Garðar Long, GV (76-79-76) 231 högg (+18)

4. Hilmar Snær Örvarsson, GKG (73-76-84) 233 högg (+20)

5. Róbert Smári Jónsson, GS (81-81-73) 235 högg (+22)


Exit mobile version