Auglýsing

Nú styttist í lok þessa frábæra golfsumars. Góð þátttaka hefur verið í mótum sumarsins. Síðasta mótið í Öldungamótaröð LEK verður í Grafarholtinu 25. ágúst. Skráning er þegar hafin. Við hvetjum alla LEK-ara til að vera með á frábærum Grafarholtsvelli.

Eins og venjulega þá er hart barist um landsliðssæti og einnig um titilinn stigameistari Öldungamótaraðarinnar. Alltaf má sjá uppfærða stöðu á Facebook síðu LEK. 

LANDSLIÐ ESLGA og ESGA 2019

Góður árangur náðst í keppni landsliða í öllum aldursflokkum þó að hæst beri þriðja sæti kvenna 50+ í Marisa Sgaravatti Tropy í Binowa Park Golf Club í Póllandi. Glæsilegur árangur.

Karlalið 55+ gerði góða ferð til Wales á Celtic Manor. Championship liðið, keppni án forgjafar lenti í 5. sæti og Cup liðið þar sem keppt er með forgjöf í 11. sæti. 

Karlalið 70+ keppti í Bastad í Svíþjóð og endaði í 9. sæti. 

Myndir og umfjöllun um öll þessi mót má sjá á Facebook síðu LEK. 

EGA LANDSLIÐ 50+

Keppni til landsliðssæta karla og kvenna 50+ sem keppa undir merkjum EGA er lokið. Samkvæmt reglugerð þá fá fjórir efstu í Öldungamótaröðinni landsliðssæti en GSÍ velur síðan tvo karla og tvær konur í hópana. Þessi landslið keppa 3.-8. september, konurnar í Búlgaríu en karlarnir í Danmörku.

Landslið karla: Tryggvi Valtýr Traustason, Guðmundur Arason, Sigurður Aðalsteinsson, Frans Páll Sigurðsson, Sigurjón Arnarson, Einar Long.

Landslið kvenna: Þórdís Geirsdóttir, María Málfríður Guðnadóttir, Ásgerður Sverrisdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir,  Anna Snædís Sigmarsdóttir, Svala Óskarsdóttir.

Við óskum þeim góðs gengis.

ÖLDUNGAMÓTARÖÐIN 2019

Hér er staðan í stigakeppni Öldungamótaraðarinnar eftir sex mót, þrír efstu í karla og kvenna flokki með og án forgjafar: Stig eru reiknuð samkvæmt stigatöflu GSÍ og fá 30 efstu í hverju móti stig. 

Konur án forgjafar:

1. Þórdís Geirsdóttir 4.200,0 stig

2. Anna Jódís Sigurbergsdóttir 4.102,5 stig

3. María Málfríður Guðnadóttir 4.050,0 stig

Konur með forgjöf:

1. María Málfríður Guðnadóttir 4.005,0 stig

2. Þórdís Geirsdóttir 3.641,3 stig

3. Ásgerður Sverrisdóttir 3.423,8 stig

Karlar án forgjafar:

1. Tryggvi Valtýr Traustason 7525,0 stig

2. Sigurður Aðalsteinsson 4227,5 stig

3. Guðmundur Arason 4195,0  stig

Karlar með forgjöf:

1. Helgi Anton Eiríksson 3350,0 stig

2. Sigurður Aðalsteinsson 2994,9 stig

3. Tryggvi Valtýr Traustason 2896,3 stig

Nánar hér: https://drive.google.com/open?id=1Afigpd6Z3ZFypw1adN7Y6Z2ADDY7uHEo

LANDSLIÐIN 2020, ESLGA og ESGA

Eins og venjulega er keppnin hörð um sæti í landsliðum eldri kylfinga. Í flokki 50+ bæði karla og kvenna er einungis keppt án forgjafar. Hér er staða 6 efstu í hverjum aldursflokki.

Konur 50+ án forgjafar, ELSGA

 1. Þórdís Geirsdóttir 7550,0 stig
 2. María Málfríður Guðnadóttir 5732,5 stig
 3. Anna Jódís Sigurbergsdóttir 5715,0
 4. Ásgerður Sverrisdóttir 5500,0 stig
 5. Ragnheiður Sigurðardóttir 4900,0 stig
 6. Svala Óskarsdóttir 4303,8 stig

Karlar 55+ án forgjafar:

 1. Tryggvi Valtýr Traustason 7150,0 stig
 2. Sigurður Aðalsteinsson 5042,5 stig
 3. Frans Páll Sigurðsson 4141,3 stig
 4. Guðni Vignir Sveinsson 3841,3 stig
 5. Hörður Sigurðsson 3747,5 stig
 6. Björgvin Þorsteinsson 3602,5 stig

Karlar 55+ með forgjöf:

 1. Sigurður Aðalsteinsson 4082,5 
 2. Tryggvi Valtýr Traustason 3862,0 
 3. Frans Páll Sigurðsson 3541,3
 4. Gunnar Árnason 2886,9 stig
 5. Halldór Friðgeir Ólafsson 2705,0 stig
 6. Hörður Sigurðsson 2648,2

Í landslið karla 70+ eru valdir þrír efstu úr hvorum flokki.

Karlar 70+ án forgjafar:

 1. Jóhann Peter Andersen 5382,5 stig
 2. Jón Alfreðsson 5202,5 stig
 3. Jónatan Ólafsson 4575,0 stig
 4. Gunnsteinn Skúlason 4528,8 stig
 5. Jóhann Reynisson 4342,5 stig
 6. Þórhallur Sigurðsson 4330,0 stig

Karlar 70+ með forgjöf:

 1. Jón Alfreðsson 4880,0 stig
 2. Gunnsteinn Skúlason 4760,0 stig
 3. Jóhann Peter Andersen 4730,0 stig
 4. Óli Viðar Thorstensen 4386,3 stig
 5. Þórhallur Sigurðsson 4111,3 stig
 6. Jónatan Ólafsson 3675,0 stig

Nánar hér: https://drive.google.com/open?id=1QKTsDd5pRFlzYV_6S_-ZgXLkthGq27tg

STYRKUR TIL LEK

Eins og undanfarin ár þá biðlar stjórnin til félagsmanna að styrkja starfsemi LEK. Valgreiðslukrafa verður send í heimabanka eldri kylfinga sem við náum til. Þeir sem ekki fá kröfu en vilja samt styrkja starfsemina geta lagt inn á reikning félagsins.

Banki: LB 140-26-5102,  og kt. 6102973319

Kærar þakkir fyrir gott samstarf og góða þátttöku í LEK mótum sumarsins.

Stjórn LEK.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ