Site icon Golfsamband Íslands

Dagbjartur keppir á svæðismóti í bandaríska háskólagolfinu með Missouri liðinu

Dagbjartur Sigurbrandsson.

Landsliðskylfingurinn Dagbjartur Sigurbrandssson hefur leik í dag á svæðismóti (Regional) í bandaríska NCAA háskólagolfinu. Mótið fer fram dagana 13.-15. maí.

Alls er keppt á 6 keppnisstöðum og eru 12 lið á hverjum keppnisstað. Fimm efstu liðin á hverjum keppnisstað komast áfram í úrslitamótið þar sem að keppt er um háskólameistaratitilinn í liða – og einstaklingskeppni. Að auki geta einstaklingar tryggt sér keppnisrétt í úrslitum án þess að vera í liði sem leikur til úrslita – en alls fá 6 keppendur slíkan keppnisrétt í einstaklingskeppninni.

Dagbjartur keppir með Missouri háskólaliðinu og fer mótið fram á Stanford vellinum í Californíu.

Smelltu hér fyrir stöðu og úrslit:

Smelltu hér fyrir stöðu og úrslit úr öllum svæðismótunum:

Exit mobile version