Auglýsing

Fjórir íslenskir keppendur tóku þátt á Spirit International áhugamannamótinu sem fram fór í Bandaríkjunum. Um var ræða einstaklings – og liðakeppni þar sem að 20 þjóðir tóku þátt. Keppendur á mótinu eru margir hverjir mjög ofarlega á heimslista áhugakylfinga – og mótið er í háum styrkleikaflokki á þeim lista.

Hulda Clara Gestsdóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir, Hlynur Bergsson og Dagbjartur Sigurbrandsson skipuðu íslenska liðið og Tómas Aðalsteinsson var liðsstjóri.

Í liðakeppni karla endaði Ísland í 11. sæti og kvennalið Íslands endaði í 14. sæti. Í sameiginlegri liðakeppni endaði Ísland í 13. sæti.

Ragnhildur Kristinsdóttir endaði í 13. sæti einstaklingskeppninni í kvennaflokki en hún lék samtals á 6 höggum yfir pari (75-74-73). Ragnhildur er í sæti nr. 415 á heimslista áhugakylfinga og með árangri sínum á þessum móti ætti hún að færast mun ofar á listanu þegar hann verður uppfærður á miðvikudaginn.

Rose Zhang frá Bandaríkjunum sigraði á 10 höggum undir pari en hún jafnfram langefsti kylfingurinn á heimslista áhugakylfinga í kvennaflokki. Zhang leikur fyrir Stanford háskólann og hefur hún sigrað á öllum háskólamótum tímabilsins til þessa.

Rachel Heck, frá Bandaríkjunum, sem er í 2. sæti heimslista áhugakylfinga, endaði í 5. sæti á þessu móti.

Hulda Clara Gestsdóttir endaði í 35. sæti í einstaklingskeppninni í kvennaflokki á 21 högg yfir pari (77-80-80) en veikindi settu strik í undirbúning Huldu fyrir mótið og á meðan því stóð. Hulda Clara er í sæti nr. 553. sæti á heimslista áhugakylfinga.

Hlynur Bergsson og Dagbjartur Sigurbrandsson enduðu í 11. sæti í liðakeppni karla.

Hlynur Bergsson endaði í 12. sæti í einstaklingskeppninni í karlaflokki en hann lék á 4 höggum yfir pari samtals (75-71-74). Hlynur var í 707 sæti heimslista áhugakylfinga fyrir mótið og má búast við hann hækki sig töluvert á þeim lista þegar hann verður uppfærður næsta miðvikudag.

Bandaríkjamaðurinn Sam Bennett sigraði á 6 höggum undir pari samtals (73-68-69). Bennett er í 6. sæti heimslista áhugakylfinga en flestir keppendur sem enduðu í 10 efstu sætunum eru á meðal 150 efstu á heimslistanum.

Dagbjartur Sigurbrandsson endaði í 27. sæti í einstaklingskeppninni í karlaflokki á 13 höggum yfir pari samtals (78-76-75) – en Dagbjartur er í sæti nr. 930 á heimslista áhugakylfinga.

Smelltu hér fyrir skor og úrslit mótsins:

Liðakeppni karla:

1. Svíþjóð 429 högg
2. Bandaríkin 430 högg
3. Kanada 431 högg
11. Ísland 449 högg

Liðakeppni kvenna:

1. Bandaríkin 420 högg
2. Sviss 427 högg
3. Frakkland 433 högg
14. Ísland 459 högg

Sameiginleg liðakeppni:

1. Bandaríkin 620 högg
2. Kanada 641 högg
3. Svíþjóð 642 högg
13. Ísland 670 högg

Mótið í ár er það 10. í röðinni en keppendur sem hafa tekið þátt á þessu móti í gegnum tíðina hafa sigrað á samtals 650 atvinnumótum, þar af 25 risamótum, 16 mótum á PGA mótaröðinni, 25 mótum á Evrópumótaröð karla, 23 mótum á LPGA mótaröðinni og 21 móti á LET Evrópumótaröðinni.

Íslensku keppendurnir eru allir í námi í bandarískum háskólum og leika þar keppnisgolf með sínum skólaliðum. Tómas er þjálfari hjá bandarísku háskólaliði.

Fylgstu með gangi mála á Instagram síðu Team Iceland.

Smelltu hér fyrir skor og úrslit mótsins:

Smelltu hér fyrir upplýsingar um íslenska liðið:

Alls tóku 20 þjóðir þátt: Argentína, Belgía, Kanada, Taiwan, Kólumbía, Danmörk, England, Finnland, Frakkland, Ísland, Írland, Ítalía, Mexíkó, Noregur, Skotland, Suður-Afríka, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Bandaríkin,

Keppnin fór fram 4.-6. nóvember en leikið var á Whispering Pines Golf Club í Texas. Völlurinn er í 55. sæti yfir bestu golfvelli heims að mati Golf Digest.

Alls tóku 80 keppendur þátt og voru leiknar 54 holur. Keppt var í liðakeppni kvenna – og karla, einstaklingskeppni kvenna – og karla, og einnig var keppt í sameiginlegri alþjóðlegri liðakeppni. Keppt var í höggleik og veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í öllum keppnisflokkum.

<strong>Hlynur Bergsson <strong>
<strong>Dagbjartur Sigurbrandsson <strong>
<strong>Hulda Clara Gestsdóttir <strong>
<strong>Ragnhildur Kristinsdóttir <strong>
<strong>Tómas Aðalsteinsson <strong>

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ