Evrópumót einstaklinga í karlaflokki 2025, European Amateur Championship, fer fram dagana 25.-28. júní. Mótið fer fram á Vasatorps golfvellinum í Svíþjóð.
Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, tók þátt í mótinu en náði ekki í gegnum niðurskurð. Dagbjartur lék hringi sína á 77 og 78 höggum og var tveimur höggum frá því að fá að halda áfram. Völlurinn hefur reynst mjög erfiður, og mátti sjá skor upp í 95 högg frá frábærum áhugakylfingum.

Alls eru 144 kylfingar skráðir í mótið. Leikinn verður 72 holu höggleikur yfir fjóra keppnisdaga. Niðurskurður er eftir annan keppnisdag, og komast 96 efstu kylfingarnir áfram.
Hér má fylgjast með stöðu mótsins
Mótið fór fyrst fram árið 1996. Á meðal sigurvegara mótsins má nefna Sergio Garcia frá Spáni, Norður-Írann Rory McIlroy og Nicolai Höjgaard frá Danmörku.

Við munum fylgjast með gengi Dagbjarts á miðlum GSÍ og hér á golf.is næstu dagana.