Auglýsing

Hér fyrir neðan er yfirlit um helstu breytingar á reglugerðum um Íslandsmót golfklúbba, Íslandsmót í höggleik og í holukeppni


1.1 Skráningarfrestur

Sérstök ákvæði um skráningarfrest í mót einstaklinga eru ekki lengur í reglugerðunum, heldur er skráningarfrestur ákveðinn af mótsstjórn hvers móts.

Vilji er til að lengja skráningarfresti í mót eins og hægt er, sérstaklega þau mót þar sem umfram skráning hefur verið síðustu ár. Að vita með lengri fyrirvara hvort keppendur komast í mótin auðveldar þeim undirbúning, s.s. vegna æfingahringja og gistingar. Á hinn bóginn getur þurft að taka tillit til fleiri atriða, til dæmis þegar staða á stigalistum ræður þátttökurétti. Því er talið einfaldast að mótsstjórn ákveði skráningarfrest hverju sinni.

Allar reglugerðir eru aðgengilegar á https://www.golf.is/reglur/, en hér má finna samantekt á helstu breytingum 2022.

Þátttökuréttur í Íslandsmótum einstaklinga

Í reglugerðum um Íslandsmót einstaklinga kemur nú skýrar fram hvaða kröfur eru gerðar til þátttakenda varðandi aðild að íslenskum golfklúbbi og ríkisborgararétt eða þriggja ára samfellda búsetu á Íslandi. Kröfur þessar eru í samræmi við móta- og keppendareglur ÍSÍ.

Reglugerð um Íslandsmót í golfi karla og kvenna

  1. Skráningarfrestur er nú ákveðinn af mótsstjórn (4. grein).

Sjá 1.1.

  1. Viðbót við 7. grein um að þátttakendur skuli vera félagar í íslenskum golfklúbbi.
    Sjá 1.2.
  2. Orðalag í 7. grein skýrt svo ekki fari á milli mála að íslenskir ríkisborgarar þurfi ekki að hafa haft þriggja ára samfellda búsetu á Íslandi.
    Engin efnisleg breyting, en misskilja mátti fyrra orðalag. Sjá 1.2.
  3. Viðbót við 7. grein um að leikmenn á biðlista sem skrá sig í forkeppni fari framar á biðlista en þeir sem gera það ekki.
    Talið er sanngjarnt að þeir sem leggja á sig að taka þátt í undankeppninni (en ná ekki nógu góðum árangri til að fá þátttökurétt) fari framar á biðlistann en þeir sem gera það ekki.
  4. Nokkrar smávægilegar orðalagsbreytingar.

Reglugerð um Íslandsmót í holukeppni karla og kvenna

  1. Skráningarfrestur er nú ákveðinn af mótsstjórn (4. grein).

Sjá 1.1.

  1. Bætt við ákveðið um þátttökurétt sbr. aðrar reglugerðir um Íslandsmót einstaklinga (7. grein).
    Sjá 1.2. 
  2. Orðalag í 7. grein skýrt svo ekki fari á milli mála að íslenskir ríkisborgarar þurfi ekki að hafa haft þriggja ára samfellda búsetu á Íslandi.
    Engin efnisleg breyting, en misskilja mátti fyrra orðalag. Sjá 1.2.
  3. Innbyrðis leikur ræður ekki úrslitum um sigur í riðli ef tveir leikmenn eru efstir og með jafn mörg stig, heldur leika þeir bráðabana. (9. grein).
    Breytingin eykur spennu í riðlakeppninni og minnkar hættu á tilgangslausum leikjum í 3. umferð.
  4. Nokkrar smávægilegar orðalagsbreytingar.

Reglugerð um stigamót

  1. Hnykkt á að framkvæmd almennra stigamóta er í höndum viðkomandi golfklúbbs, s.s. varðandi ákvörðun þátttökugjalda (3. grein) og skráningarfrest (4. grein).

Eðlilegast er að viðkomandi atriði séu ákveðin af þeim sem halda mótin.

  1. Nokkrar smávægilegar orðalagsbreytingar.

Íslandsmót golfklúbba

Ýmis atriði varðandi framkvæmd Íslandsmóta golfklúbba hafa verið samræmd.

Skráningarfrestur er nú til 1. júní í öllum Íslandsmótunum (sami frestur og var áður í Íslandsmótum golfklúbba í flokkum fullorðinna) og reglur eru skýrari varðandi endurgreiðslur þátttökugjalda ef sveit hættir við þátttöku. Í Íslandsmótum golfklúbba fullorðinna og eldri kylfinga gengur sá hluti þátttökugjalds  sem ekki er endurgreiddur til þess golfklúbbs sem heldur mótið þar sem endanleg fækkun á sér stað. Þannig getur t.d. afskráning klúbbs í 2. deild valdið því að tilfærslur verði milli deilda með þeim afleiðingum að færri klúbbar taki þátt í 3. deild. Sá hluti þátttökugjaldsins sem ekki er endurgreiddur gengur þá til klúbbsins sem heldur mótið í 3. deild.

Í Íslandsmótum golfklúbba fullorðinna og eldri kylfinga er skýrar kveðið á um hvaða afleiðingar afskráning klúbbs hefur á tilfærslur milli deilda. Þannig verða engar tilfærslur milli deilda ef afskráning berst inn 14 daga fyrir fyrsta leikdag. Berist afskráning fyrr (eða sveit skráir sig ekki til keppni) er einungis sveitum í sætum 1-4 í næstu deild fyrir neðan boðið að taka sæti þeirrar sveitar sem afskráði sig.

Reglugerð um Íslandsmót golfklúbba

  1. Heimilað að dómari með héraðsdómararéttindi dæmi í neðstu deild (2. grein).

Miðað við núverandi skipan í deildir hefur þetta þau áhrif að héraðsdómari getur dæmt í 2. deild kvenna. Breytingin er gerð að ósk viðkomandi golfklúbba.

  1. Kveðið á um endurgreiðslur þátttökugjalda ef klúbbur hættir við þátttöku.

Sjá 1.4.

  1. Ferli varðandi tilfærslur milli deilda ef klúbbur skráir sig ekki til keppni eða afskráir sig (10. grein).

Sjá 1.4.

  1. Í 2. deild karla eru leiknir tveir fjórmenningar og þrír tvímenningar í hverri umferð (eins og í 1. deild) (12. grein).
    Áður var leikinn einn fjórmenningur og fjórir tvímenningar. Breyting gerð skv. tillögu mótanefndar í samráði við viðkomandi golfklúbba.
  2. Orðalag í 12. grein skýrt varðandi útreikning á árangri og ákvörðun um bráðabana.
    Engar efnislegar breytingar.
  3. Tilgreint í 13. grein að í útsláttarkeppni (keppni um 1.-4. sæti) þurfi liðsstjóri ekki að skila liðsskipan næstu umferðar fyrr en bæði hans sveit og sveitin sem hann mun mæta í næstu umferð hafi lokið leik í núverandi umferð.
    Mótsstjórnir hafa yfirleitt veitt liðsstjórum þennan slaka, þ.e. að bíða eftir að mótherjinn hafi lokið leik. Talið var rétt að festa þessa útfærslu í reglugerðinni..
  4. Nokkrar smávægilegar orðalagsbreytingar.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ