/

Deildu:

Auglýsing
Kynningarefni:

Íslenskir kylfingar hafa á undanförnum áratugum haft úr mörgum stöðum að velja á Spáni hjá ferðaskrifstofum landsins. Golfskálinn hefur verið framarlega í flokki á þessu sviði á Alicante svæðinu. Á næsta ári verður Golfskálinn með skipulagðar ferðir á Bonalba sem er nýr valkostur hjá ferðaskrifstofunni en er á kunnuglegum slóðum. Nánar hér:

Sá sem þetta skrifar fór í sína fyrstu heimsókn á Bonalba í nóvember sl. Í stuttu máli kom golfsvæðið skemmtilega á óvart, flottur golfvöllur í áhugaverðu landslagi og hótelið er fyrsta flokks. 

Hvernig kemstu til Bonalba?


Golfsvæðið og hótelið er í um 30 mínútna fjarlægð frá flugvellinum í Alicante. Það tekur ekki nema 15–20 mínútur að fara í leigubíl frá Bonalba niður í miðbæ Alicante og enn styttra er á ströndina eða um 10 mínútna akstur. Golfskálinn verður með skipulagðar ferðir vorið 2019 á Bonalba. 

Hvernig er hótelið?

Í stuttu máli er hótelið fyrsta flokks og allt úr efstu hillu í aðbúnaði fyrir gesti á fjögurra stjörnu hóteli. Herbergin eru rúmgóð, björt og vel hönnuð. Stór sundlaugargarður er við hótelið, bar þar sem golfíþróttin er í hávegum höfð í sjónvarpsútsendingu og á barnum er einnig hægt að kaupa ýmsa smárétti.

Á hótelinu er einnig góður veitingastaður í rúmgóðum og björtum sal. Þar eru í boði ýmsir réttir og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Að loknum golfhring á flottum golfvelli er tilvalið að nýta sér spa-þjónustu hótelsins. Með því að kaupa þar aðgang er hægt að slaka vel á í skemmtilegu umhverfi. Þjónustan á hótelinu er frábær, starfsfólkið vill allt fyrir gesti sína gera og þau finna lausnir á flestu því sem kemur upp í slíkri ferð. 

<strong>Horft yfir sundlaugarsvæðið við hótelið á Bonalba Myndsethgolfis <strong>
<strong>Horf í áttina að klúbbhúsinu á Bonalba frá 10 teig Myndsethgolfis <strong>

Hvernig er Bonalba golfvöllurinn?


Það tekur um 3 mínútur að ganga frá hótelinu út á golfvöllinn. Það er fín upphitun fyrir hringinn. Klúbbhúsið er stórt en samt sem áður mjög vinalegt. Mikið úrval af vörum er í golfversluninni í klúbbhúsinu og þar er hægt að gera mjög góð kaup. 

Það er einnig notalegt að sitja úti á veröndinni sem er rúmgóð, og horfa yfir 1. og 10. teig. Alltaf er nóg um að vera á því svæði og úrvalið af drykkjum og veitingum er gott í klúbbhúsinu. Það fer því vel um kylfinga eftir hringinn þar sem golfsögur sem þú vilt heyra eða ekki verða án efa sagðar. 

Gæðin eru til staðar á Bonalba-vellinum, flatirnar eru góðar og hraðar og áhugavert landslag er í uppbyggingu vallarins. Í golfbílunum er GPS mælitæki og það þarf því ekki að giska á vegalengdirnar. Þær eru allar til staðar á skjá í golfbílnum. 

<strong>Horft niður eftir 1 braut frá 1 flöt Myndsethgolfis <strong>

Það er vel tekið á móti kylfingum á 1. teig. Þar er ræsir við störf frá morgni til kvölds og sér hann um að allt gangi vel fyrir sig. 

<strong>Séð yfir 5 flötina á Bonalba vellinum þar sem að norsk hjón eru að pútta en þau léku með greinarhöfundi einn hring á vellinum Myndsethgolfis<strong>

Eins og áður segir kom Bonalba greinarhöfundi á óvart. Það sem kom mest á óvart er hversu völlurinn er vel hannaður. Hann ætti að henta kylfingum á öllum aldri og á öllum getustigum. Og það er lítið mál að ganga völlinn fyrir þá sem það kjósa.

Þekktur spænskur golfvallahönnuður, D. Ramon Espinosa, kom þessu verkefni í framkvæmd en hann er virtur í sínu fagi og framarlega í flokki í faginu. Brautirnar eru flestar lagðar inn í það landslag sem er til staðar. Vissulega eru tilbúin vötn og slíkt á vellinum en þau svæði renna vel inn í heildarmyndina. Á fyrri níu holunum er landslagið frekar einfalt en samt krefjandi golfholur sem kylfingar þurfa að eiga við. Fyrsta holan er mjög skemmtileg, í hundslöpp til hægri. Brautirnar eru flestar víðar og flatirnar eru stórar. Sjöunda holan er án efa sú mest krefjandi á fyrri hluta vallarins. Taktísk hola sem verðlaunar fyrir geggjað upphafshögg en er fljót að refsa ef það heppnast ekki. 

<strong>S éð yfir 17 flötina rétt áður en sólin settist í vestri á ljúfum nóvemberdegi á Bonalba Myndsethgolfis<strong>
<strong>Horft frá teignum á 4 braut á Bonalba sem er par 3 hola Myndsethgolfis <strong>

Á síðari hluta vallarins er meira um brekkur og að mínu mati er sá hluti „erfiðari“. Þar eru nokkrar holur lagðar inn í íbúðahverfi við völlinn. Útkoman er skemmtileg og vel heppnuð. Að mínu mati er 12. holan ein sú áhugaverðasta á vellinum, löng par 4 hola, og einnig má nefna 15. sem er par 5 hola sem liggur niður brekku og býður upp á alls konar möguleika í teighögginu. Lokaholan er einnig skemmtileg og á því svæði er skemmtilegt fuglalíf við vatnstorfæru sem er á milli 10. og 18. brautar. 


Æfingasvæði


Einnig má nefna að Golfskálinn mun nýta 9 holu æfingavöll sem er á svæðinu fyrir golfskólann sem þeir standa fyrir – en á þeim velli er gervigras á teigum og flötum sem er áhugaverð nálgun og upplifun. Við klúbbhúsið og 1. teig er góð púttflöt og einnig er hægt að ná úr sér mesta „hrollinum“ með því að slá nokkra bolta í net sem þar til staðar. 

Í um þriggja mínútna fjarlægð frá golfvellinum er „driving range“. Þar er einnig 9 holu æfingavöllur sem Golfskálinn mun m.a. nýta fyrir golfskólann sem þeir standa fyrir – en á þeim velli er gervigras á teigum og flötum sem er áhugaverð nálgun og upplifun. Fyrir þá sem vilja hita upp fyrir leik dagsins er í boði að slá í net eða æfa stutta spilið á sérstöku vippsvæði sem er við klúbbhúsið. Einnig eru 2 púttflatir við klúbbhúsið og 1. teig. Ef það er áhugi á að fara á „driving range“ svæðið býður hótelið upp á skutlþjónustu.

<strong>1 flötin á Bonalba Myndsethgolfis <strong>

Samantekt


Bonalba er að mínu mati góður valkostur fyrir kylfinga sem vilja njóta þess að leika golf á fyrsta flokks golfvelli samhliða því að gista á frábæru hóteli. Það er allt til alls á þessu svæði. Skammt frá hótelinu eru nokkrir veitingastaðir og barir. Þar er einnig „kaupfélag“ sem selur drykkjarvörur og helstu nauðsynjar sem gott er að hafa á hótelherberginu. Enski boltinn er sýndur á einum af þessum börum og slík þjónusta verður án efa í boði á hótelinu þegar fram líða stundir. Þetta svæði er í göngufæri frá hótelinu og er efst í götunni sem liggur að golf- og hótelsvæðinu. Einnig ber að nefna einn besta steikarstað Alicante, La Vaqueria. Það tekur um 10 mín að keyra á þann stað frá hótelinu og ég mæli með heimsókn þangað. Frábær matur í umhverfi sem minnir meira á Skandinavíu en Spán. Niðurstaðan er því að Bonalba er góður valkostur fyrir kylfinga á öllum aldri og öllum getustigum.  

<strong>Mynd frá 18 teig á Bonalba Myndsethgolfis <strong>
Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ