/

Deildu:

Böðvar Bragi og Björgvin.
Auglýsing

Það var áhugaverður ráshópur á öðrum keppnisdegi á Íslandsmótinu í golfi 2017. Þar lentu saman í hóp yngsti keppandinn í karlaflokki og sá elsti.

Hinn 14 ára gamli Böðvar Bragi Pálsson úr GR lék þar með hinum þaulreynda sexfalda Íslandsmeistara, Björgvini Þorsteinssyni úr GA.

Björgvin, sem er 64 ára gamall, var að leika á sínum 54. Íslandsmóti í röð. Björgvin tók fyrst þátt á Íslandsmótinu árið 1964 í Vestmannaeyjum.

Böðvar Bragi var að leika á sínu fyrsta Íslandsmóti í keppni fullorðinna en hann fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í flokki 14 ára og yngri á Garðavelli í sumar. Og þar að auki varð hann stigameistari í sínum aldursflokki á Íslandsbankamótaröðinni.

Björgvin hafði greinilega góð áhrif á Böðvar Braga sem lék sinn besta hring á mótinu á öðrum keppnisdegi eða 70 höggum. Böðvar endaði í 27. sæti á 301 höggi samtals eða +17. Björgvin Þorsteinsson komst einnig í gegnum niðurskurðinn líkt og Böðvar. Björgvin lék á 314 höggum eða +30 og endaði í 57. sæti.

Böðvar Bragi Pálsson GR fagnar hér eftir að hafa fengið fugl á 13 á Hvaleyrarvelli Myndsethgolfis
Böðvar Bragi Pálsson GR fagnar hér eftir að hafa fengið fugl á 13 á Hvaleyrarvelli Myndsethgolfis
Björgvin Þorsteinsson GA

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ