Haraldur Franklín og Axel Bóasson með myndir sem þeir fengu fyrir afrek sína á Nordic Tour mótaröðinni.
Auglýsing

Axel Bóasson úr Keili og Haraldur Franklín Magnús úr GR fengu viðurkenningar fyrir árangur sinn á Nordic Tour mótaröðinni í dag. Axel er leikmaður ársins á atvinnumótaröðinni og Haraldur Franklín er nýliði ársins.

Á morgun hefst næst síðasta mót tímabilsins á Himmerland Golf og Spa vellinum. Þar verða Axel og Haraldur Franklín í eldlínunni. Hart er barist um fimm efstu sætin á stigalista mótaraðarinnar sem gefa keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, á næstu leiktíð. Axel hefur nú þegar tryggt sér eitt af fimm efstu sætinum en Haraldur Franklín er í áttunda sæti og þarf að leika vel á næstu tveimur mótum til að komast í topp 5.

Allar upplýsingar um Himmerland mótið er að finna hér: 

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ