/

Deildu:

Bjarki Pétursson. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness hóf keppnistímabilið af krafti í bandaríska háskólagolfinu með Kent State University. Bjarki fagnaði sínum fyrsta sigri á háskólamóti á dögunum þegar hann lék á -7 samtals (70-70-69) á Minnesota Gopher Individual meistaramótinu. Hann sigraði með fjögurra högga mun.

Bjarki var í gær valinn kylfingur vikunnar í Mid-American deildinni en hann hefur aldrei leikið betur í háskólakeppni. Bjarki er á öðru ári sínu með Kent State háskólaliðinu en Gísli Sveinbergsson úr Keili er einnig í því liði. Gísli lék´a 74-70-76 (+7) á mótinu þar sem Bjarki sigraði.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ