/

Deildu:

Auglýsing

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Axel Bóasson nýkrýndur Íslandsmeistari úr Keili, léku á Áskorendamótaröðinni. Mótið fer fram á Katrineholms vellinum í Svíþjóð og er hinn þekkti atvinnukylfingur Robert Karlsson gestgjafi mótsins.

Birgir Leifur lék á 74-69 og var á -1 samtals. Hann var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

Axel lék á 73-72 og var á +1 samtals. Hann var því þremur höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

Staðan er uppfærð hérna.

 

Þetta var áttunda mótið á Áskorendamótaröðinni hjá Birgi á keppnistímabilinu. Hann hefur komist í gegnum niðurskurðinn á tveimur þeirra. Besti árangur hans er 7. sæti á móti í Tékklandi á þessu ári.

Axel var að taka þátt á sínu 13. móti á þessari mótaröð sem er næst sterkasta mótaröð Evrópu. Hann hefur náð 45. sæti á einu móti en á hinum mótunum hefur Axel ekki komist í gegnum niðurskurðinn.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ