Birgir Leifur Hafþórsson.
Auglýsing

Birgir Leifur Hafþórsson (GKG) hefur leik kl. 12:20 í dag á Írska Challenge mótinu sem fram fer á Mount Wolseley Hotel, Spa & Golf Resort. Þetta er fyrsta mótið hjá sjöfalda Íslandsmeistaranum frá því hann fagnaði sínum fyrsta sigri á Áskorendamótaröðinni fyrir tveimur vikum.

Hér verður skor keppenda uppfært: 

Birgir Leifur mun taka þátt á mörgum mótum á næstu viku en hann öðlaðist tveggja ára keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni með sigrinum í Frakklandi. Mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu og hefur Birgir Leifur komið sér í frábæra stöðu í baráttunni um 15 efstu sætin á stigalista Áskorendamótaraðarinnar.

Hann er sem stendur í 16. sæti en 15 efstu sætin í lok keppnistímabilsins tryggja þeim sem þar sitja keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næsta tímabili.

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ