Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Birgir Leifur Hafþórsson, sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi, náði góðum árangri á Áskorendamótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í Evrópu.

Birgir, sem er í GKG, endaði í sjötta sæti á mótinu sem fram fór í Svíþjóð. Hann lék hringina fjóra á 10 höggum undir pari samtals. Um tíma var Birgir Leifur líklegur til þess að blanda sér í baráttuna um sigurinn en hann var einu höggi á eftir efstu mönnum þegar fékk skolla á 17. braut og endaði hann því tveimur höggum frá efsta sætinu.

Þetta er besti árangur Birgis á keppnistímabilinu en þetta var fjórða mótið á þessu tímabili hjá honum á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour.

Lokastaðan

Næsta mót á Challenge Tour hefst þann 11. ágúst í Finnlandi og er Birgir Leifur á keppendalistanum þar.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ