/

Deildu:

Auglýsing

Nú er lokið Evrópukeppni eldri kylfinga sem fram fór í Sandefjord og Larvik í Noregi 2.- 4. ágúst.  Landslið Íslands án forgjafar endaði í 7- 8. sæti ásamt Spánverjum á 965 höggum eftir þrjá daga.  Ítalía fagnaði Evrópumeistaratitlinum á 906 höggum samtals.   

Af Norðurlandaþjóðunum var það bara Finnland sem var fyrir ofan Ísland.

Forgjafarliðið endaði í 11. sæti eftir ágætis árangur á síðasta degi.   

Umgjörð og framkvæmd Norðmanna var til fyrirmyndar og landsliðsmenn ánægðir með móttökurnar og koma sælir heim.

Lið Íslands í forgjafarkeppninni var þannig skipað: Ásbjörn Björgvinsson, JónasTryggvason, Guðlaugur Kristjánsson, Þorsteinn R. Þórsson, Júlíus Júlíusson, Helgi Ingason.

Lið Íslands án forgjafar var þannig skipað: Gauti Grétarsson, Snorri Hjaltason, HörðurSigurðsson, Gunnar Þórisson, Sæmundur Pálsson, Sigurður Aðalsteinsson.


Forgjafarúrslitin má nálgast hér.

Úrslit án forgjafar má nálgast hér.

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ