Birgir Leifur Hafþórsson
Auglýsing

Birgir Leifur Hafþórsson lék á 71 höggi eða högg undir pari á lokahringnum á NorthSide Charity Challenge sem fram fór á Lyngbygaard golfvellinum í Danmörku. Íslandsmeistarinn úr GKG lék hringina þrjá á -2 samtals (68-75-71) og endaði hann í 8.-15. sæti.

Lokastaðan

Ólafur Björn Loftsson, GKG, var einnig á meðal keppenda en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann lék á +8 samtals (74-78).

Mótið er hluti af Nordic Golf League, eða ECCO atvinnumótaröðinni.

Þetta er annað mótið á þessu tímabili hjá Birgi en hann endaði í  5.–9. sæti á Bravo Tours Open sem fram fór fram á Rømø vellinum rétt við bæinn Tønder syðst á Jótlandi í síðustu viku. Þar lék Birgir Leifur á (79-67-72). Ólafur Björn endaði í 11.–13. sæti á því móti (73-76-71). Mótið er fjórða mótið hjá Ólafi Birni á þessu tímabili.  Hann endaði í 41. og 27. sæti á fyrstu tveimur mótunum sem fram fóru á Spáni. Ólafur er með fullan keppnisrétt á þessari mótaröð.

Birgir Leifur er að leika á sínu öðru móti á þessu tímabili. Hann er með keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu. Birgir mun leika á nokkrum mótum á ECCO mótaröðinni á þessu tímabili en hann leggur alla áherslu á Áskorendamótaröðina.

Nordic Golf League / ECCO mótaröðin er í hópi atvinnudeilda sem eru í þriðju deild atvinnumótaraða í Evrópu. Það er að miklu að keppa þar sem að fimm stigahæstu kylfingarnir í lok keppnistímabilsins fá keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni á næsta tímabili. Mótaröðin er samvinnuverkefni atvinnumótaraða í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ