Stephen Curry er lipur kylfingur og kann ýmislegt fyrir sér í íþróttinni.
Auglýsing

Grein úr 5. tbl. Golf á Íslandi 2015. 

[dropcap]S[/dropcap]tephen Curry er af mörgum talinn vera besti körfuboltamaður veraldar nú um stundir. Skotbakvörðurinn er lykilmaður í meistaraliði Golden State Warriors og einn sá allra hittnasti í langskotunum sem sögur fara af. Curry er ekki aðeins góður í körfubolta, hann er afar liðtækur kylfingur og lék um þriggja ára skeið með golfliðinu í framhaldsskólanum Charlotte Christian í Karólínufylki.

Curry er með 2 í forgjöf og lék hann m.a. Pebble Beach völlinn á 70 höggum og hefur einnig leikið á 75 höggum á móti á Lake Tahoe vellinum í Bandaríkjunum.

Stephen Curry.
Stephen Curry.

Curry er 27 ára gamall og rétt um 1.90 m á hæð en hann þótti alls ekki líklegur til afreka á yngri árum í körfuboltanum. Hann þótti of smávaxinn, ekki nógu hraður eða sterkur. Hann hefur svo sannarlega afsannað þær hrakspár. Hann er á þriðja ári af fjögurra ára samningi sínum við Golden State og fær hann 6 milljarða kr. fyrir samninginn í tekjur eða 1,5 milljarð kr. á ári.

[pull_quote_left]Curry segir að erfiðasti golfhringur sem hann hafi leikið hafi verið með Barack Obama, Bandaríkjaforseta.[/pull_quote_left] „Ég var mun taugaóstyrkari á 1. teig á þeim degi en þegar ég lék fyrsta leik minn í úrslitum NBA deildarinnar. Hendurnar á mér titruðu þegar ég hitti Obama á teignum og brautirnar virtust vera tveggja metra breiðar. Þetta var stór stund fyrir mig en mér fór að líða betur þegar við vorum búnir með fyrstu brautina og ég náði að leika á 76 höggum,“ sagði Curry í viðtali við Golf Digest um atburðinn.

„Ég á í mestum vandræðum með teighöggin. Þau þarf ég að laga. Mér gengur best að pútta, það er eitthvað sem ég get tekið með mér úr körfuboltanum sem nýtist vel í púttunum. Mér gengur vel að setja boltann ofan í holuna,“ bætti hann við.

Stephen Curry með Barack Obama Bandaríkjaforseta í golfi.
Stephen Curry með Barack Obama Bandaríkjaforseta í golfi.

Curry segir að það séu engar líkur á því að hann geti sett sér það markmið að gerast atvinnukylfingur í framtíðinni. „Það væri móðgun við atvinnukylfinga á PGA að segjast geta slíkt. Þeir hafa eytt allri ævi sinni í að verða bestir í sínu fagi og ég er langt á eftir þeim.[pull_quote_left]Eflaust gæti ég bætt leik minn mikið með miklum æfingum en ég næði aldrei þeim bestu í golfíþróttinni. Ég nýt þess að horfa á þá bestu í staðinn[/pull_quote_left].“

Stephen Curry.
Stephen Curry.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ