Bjarni Þór Lúðvíksson, Jóhann Frank Halldórsson, Skúli Gunnar Ágústsson, Heiðar Snær Bjarnason, Gunnlaugur Árni Sveinsson og Guðjón Frans Halldórsson. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Piltalandslið Íslands tók þátt á EM í 2. deild sem fram fór á Pravets vellinum í Búlgaríu. Alls tóku 7 þjóðir þátt og komust tvö efstu liðin upp í efstu deild á EM piltalandsliða 2023. Belgía og Slóvakía tryggðu sér sæti í A-deild að ári en Belgar sigruðu Slóvakíu í úrslitaleiknum 5-2.

Smelltu hér fyrir leikmannalista, stöðu og úrslit.

Fyrstu tvo keppnisdagana var leikinn höggleikur þar sem að fimm bestu skorin töldu í hverri umferð. Í riðlakeppninni var leikinn holukeppni þa sem að keppt var í fjórmenning og tvímenning.

Lokstaðan:

1. Belgía
2. Slóvakía
3. Eistland
4. Pólland
5. Ísland
6. Ungverjaland
7. Tyrkland

Ísland lék gegn Ungverjalandi í keppni um 5. sætið á þessu móti. Heiðar Snær Bjarnason og Jóhann Frank Halldórsson unnu fjórmenningsleikinn 3/2. Gunnlaugur Árni Sveinsson sigraði 9/8 í tvímenningsleik sínum, Guðjón Frans Halldórsson tapaði 2/1, Bjarni Þór Lúðvíksson sigraði 4/3 og Skúli Gunnar Ágústsson sigraði 2/1.

2. keppnisdagur

Íslenska piltalandsliðið bætti stöðu sína talsvert á 2. keppnisdegi í höggleiknum og lyftu sér úr neðsta sætinu í það 5. Það dugði ekki til að leika í A-riðli um laust sæti í efstu deild að ári, en þar keppa Belgía, Slóvakía, Eistland og Pólland. Ísland situr yfir í fyrstu umferð í keppni um sæti 5-7, og mætir sigurliðinu úr viðureign Tyrklands og Ungverjalands.

Gunnlaugur Árni Sveinsson endaði í 18. sæti í höggleiknum á 152 höggum (80-72) +8 samtals.
Guðjón Frans Halldórsson endaði í 20. sæti í höggleiknum á 153 höggum (77-76) +9 samtals.
Bjarni Þór Lúðvíksson endaði í 21 sæti í höggleiknum á 154 höggum (77-77) +10 samtals.
Heiðar Snær Bjarnason endaði í 29 sæti í höggleiknum á 161 höggum (84-77) +17 samtals.
Skúli Gunnar Ágústsson endaði í 31 sæti í höggleiknum á 162 höggum (85-77) +18 samtals.
Jóhann Frank Halldórsson endaði í 36. sæti í höggleiknum á 165 höggum (82-83) +21 samtals.

1. keppnisdagur

Íslenska liðið er í neðsta sæti eftir fyrri keppnisdaginn í höggleiknum.

Bjarni Þór Lúðvíksson lék á 77 höggum eða +5 og er jafn 18. sæti.

Guðjón Frans Halldórsson lék á 77 höggum eða +5 og er jafn í 18. sæti.

Gunnlaugur Árni Sveinsson lék á 80 höggum eða +8 og er í 27. sæti.

Jóhann Frank Halldórsson lék á 82 höggum eða +10 og er í 33. sæti.

Heiðar Snær Bjarnason lék á 84 höggum eða +12 og er í 37. sæti.

Skúli Gunnar Ágústsson lék á 85 höggum eða +13 og er í 39. sæti.

Íslenska piltalandsliðið er þannig skipað:

Bjarni Þór Lúðvíksson, Jóhann Frank Halldórsson, Skúli Gunnar Ágústsson, Heiðar Snær Bjarnason, Gunnlaugur Árni Sveinsson og Guðjón Frans Halldórsson.
Mynd/seth@golf.is

Heiðar Snær Bjarnason. Mynd/seth@golf.is.
Guðjón Frans Halldórsson. Mynd@seth@golf.is.
Gunnlaugur Árni Sveinsson. Mynd@seth@golf.is.
Jóhann Frank Halldórsson. Mynd@seth@golf.is.
Bjarni Þór Lúðvíksson. Mynd@seth@golf.is.
Skúli Gunnar Ágústsson. Mynd@seth@golf.is.
Bjarni Þór Lúðvíksson, Jóhann Frank Halldórsson, Skúli Gunnar Ágústsson, Heiðar Snær Bjarnason, Gunnlaugur Árni Sveinsson og Guðjón Frans Halldórsson. Mynd/seth@golf.is.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ