/

Deildu:

Birgir Björn Magnússon.
Auglýsing

– Er kríuskítur lykillinn að sigri Birgis?

Kríuskítur gæti verið lykilatriði í því að leika fimm holur á sjö höggum undir pari á mótaröð þeirra bestu á Íslandi. Keilismaðurinn Birgir Björn Magnússon hóf mikið „fuglastríð“ á lokahring Símamótsins á Eimskipsmótaröðinni rétt eftir að hafa glímt við nokkrar grimmar kríur á 13. braut Hlíðavallar hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Greinin er úr 3. tbl. Golf á Íslandi 2018.

Þegar ljósmyndari Golf á Íslandi kom við hjá Birgi og ráshópi hans var hann að undirbúa annað höggið á þessari par 5 holu. Bolti Birgis var langt utan brautar vinstra megin og þar voru nokkrar kríur frekar ósáttar við nærveru hins hávaxna kylfings. Birgir Björn lét það ekki á sig fá og undirbjó höggið með því að ganga upp á brautina og skoða hvað væri fram undan. Kríurnar eltu hann upp á brautina og þar skeit ein þeirra á Birgi – sem hafði reyndar lúmskt gaman af þessu verkefni. Birgir Björn hristi þetta af sér, sló höggið og vippaði síðan ofan í í þriðja högginu fyrir erni. Hann fékk síðan örn á 14. braut og þrjá fugla til viðbótar á næstu þremur brautum.

Það er því nokkuð ljóst að barátta við kríu og kríuskítur hefur jákvæð áhrif á Birgi Björn Magnússon sem stóð uppi sem sigurvegari á þessu móti.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ