/

Deildu:

Auglýsing

Gott jafnvægi er mikilvægur þáttur golftækninnar og því vert að gefa
æfingum í þessum þætti reglulega tíma og athygli við æfingar. 

Hvaða golftengdu jafnvægisæfingar gætu aðstoðað þig við að bæta jafnvægið og þá golftæknina? 

Af eigin reynslu hef ég þurft undanfarin ár að huga mikið að jafnvægisæfingum til þess að geta leikið golf á nýjan leik eftir að ég lenti í umferðarslysi fyrir áratug síðan. Ég þurfti því að byrja að vinna aftur reglulega með jafnvægið en þannig hófst mín leit að góðum æfingum þannig að ég ætti aftur leið á völlinn.

Þessar æfingar hér að neðan henta öllum leikmönnum á öllum stigum og aðstoða leikmenn við að skynja betur hreyfingar og jafnvægið í golfsveiflunni.

Gefðu þér 20 mín fyrir æfingu og farðu í gegnum þessar æfingar áður en lengra er haldið. Gott er að notast við járnkylfu nr. 9 við framkvæmd æfinganna.

1. Stattu á öðrum fæti og sláðu golfbolta fyrst á vinstra fæti en síðan á  þeim hægri.
2. Stattu með fætur alveg saman og sláðu golfbolta.
3. Stattu með fætur alveg saman og lokaðu augunum og sláðu golfbolta.

Tilvalið er að slá bolta af tíi við framkvæmd þessara æfinga.  

Þegar út á  völl er komið og leikmenn eru að slá full golfhögg er gott að fylgjast með því hvort að maður standi eftir að höggið er slegið í góðri afslappaðri lokastöðu og að sjálfsögðu í  jafnvægi.

Einnig er gott að framkvæma þessar æfingar þá sérstaklega æfinguna með fætur saman ef maður lendir í því að týna sveiflunni og þannig að koma sér aftur á rétta braut eftir erfiðan dag á vellinum.

Gangi ykkur vel.
Höfundur, Jón H. Garðarsson PGA golfkennari

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ