Golfsamband Íslands

Axel og Kristófer Karl keppa á 1. stigi úrtökumótsins fyrir DP-Evrópumótaröðina

Axel Bóasson, GK, og Kristófer Karl Karlsson, GM hefja leik á 1. stigi úrtökumótsins fyrir DP Evrópumótaröðina þriðjudaginn 13. september. Þeir keppa á Arlandastad vellinum skammt frá Stokkhólmi í Svíþjóð.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og skor.

Á þessu hausti ætla 10 íslenskir kylfingar að reyna sig á úrtökumótinu fyrir DP-Evrópumótaröðina.

Alls er keppt á níu keppnisstöðum á 1. stigi úrtökumótsins og er fjórum mótum nú þegar lokið og síðasta mótið fer fram í byrjun október.

Þann 14. september hefja Bjarki Pétursson, GKG, Sigurður Arnar Garðarsson, GKG og Kristófer Orri Þórðarson, GKG leik á 1. stig úrtökumótsins á Haugschlag vellinum í Austurríki. Nánar hér.

Þann 4. október keppir Andri Már Óskarsson, GOS, á Hardelot vellinum í Frakklandi. Nánar hér.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG og Haraldur Franklín Magnús, GR, mæta til leiks á 2. stigi úrtökumótsins.

Hákon Örn Magnússon, GR og Aron Snær Júlíusson, GKG kepptu í síðustu viku á Montado vellinum í Palmela í Portúgal. Hákon Örn lék á 7 höggum undir pari samtals en það dugði ekki til að komast á 2. stig úrtökumótsins. Hann endaði í 51.-60. sæti. Aron Snær lék á 1 höggi undir pari vallar á fyrstu þremur hringjunum og komst ekki áfram.

Gera má ráð fyrir að um 800 keppendur taki þátt á öllum níu mótunum á 1. stig úrtökumótsins og um 20% þeirra komast áfram áfram á 2. stigið. Til þess að komast alla leið inn á DP-Evrópumótaröðina þurfa keppendur að fara í gegnum 1., 2. og 3. stig úrtökumótsins. Lokaúrtökumótið fer fram í byrjun nóvember á Lakes golfsvæðinu við Tarragona á Spáni. Þar keppa 156 keppendur um 25 sæti á DP-Evrópumótaröðinni 2023.

Kristófer Karl Karlsson Myndsethgolfis
Exit mobile version