Auglýsing

Stjórn Golfsambands Íslands og fulltrúum frá golfklúbbum landsins var boðið á Bessastaði þann 6. september s.l. þar sem að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tók á móti hópnum í tilefni 80 ára afmælis Golfsambands Íslands.

Í ávarpi nefndi forseti meðal annars að Sveinn Björnsson, fyrsti forseti Íslands, var einnig í hópi fyrstu kylfinga landsins, studdi golfíþróttina með ráðum og dáð og sló kúlur í túni í landi Bessastaða á sínum tíma.

Í framhaldi af heimsókninni á Bessastað komu formennirnir og stjórn GSÍ saman í elsta golfklúbbi landsins, Golfklúbbi Reykjavíkur, sem upphaflega hét Golfklúbbur Íslands .

Á afmælisári hefur Golfsamband Íslands hvatt klúbba til að fanga söguna og varðveita dýrmætar minningar, myndir og gripi. Því þótti við hæfi eftir opnun forseta GSÍ að Gísli Guðni Hall, formaður GR færi yfir þróun, áskoranir og tækifæri hjá elsta og fjölmennasta golfkúbbi landsins. Gísli Guðni vakti kátínu með sinni framsögu og tilvitnanir í tímaritið Kylfing sem er elsta golftímarit landsins sem GR gefur enn út.

Hulda Bjarnadóttir forseti Golfsambands Íslands segir að sambandið hafi með þessum viðburði viljað fanga og fagna ríkulegri uppskeru golfíþróttarinnar og minna einnig á stóru myndina.

„Við viljum oft gleyma okkur í dagsdaglegum rekstri og verkefnum en megum líka stundum líta upp, fagna, læra af sögunni, og ræða þá sameiginlegu framtíðarsýn sem við erum að vinna að hverju sinni. Öll erum við með ólíkar áskoranir, en þekkingin í hreyfingunni er gríðarlega mikil og ekki síður mikilvægt að deila henni manna á milli með svona viðburðum,“ segir Hulda Bjarnadóttir við golf.is

<strong>Stjórn GSÍ ásamt Guðna Th Jóhannessyni forseta Íslands Frá vinstri Hansína Þorkelsdóttir Jón B Stefánsson Hjördís Björnsdóttir Ólafur Arnarsson Jón S Árnason Hulda Bjarnadóttir forseti GSÍ Guðni Th Karen Sævarsdóttir Ragnar Baldursson Viktor Elvar Viktorsson og Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ <br>Á myndina vantar Hörð Geirsson varaforseta GSÍ og Birgi Leif Hafþórsson <strong>

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ