/

Deildu:

12/08/2018. Ladies European Tour 2018. European Championships, PGA Centenary Course. Gleneagles, Scotland August 8 -12 2018. Axel Boasson and Birgir HAFTHORSSON with their silver medals to add to the gold medals they won in the mixed team championship. Credit: Tristan Jones
Auglýsing

Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson enduðu í öðru sæti á EM í liðakeppni atvinnukylfinga. Þeir töpuðu naumlega 2/0 í úrslitaleiknum gegn Spánverjunum Pedro Oriol og Scott Fernandez. Úrslitaleikurinn var spennandi og náðu íslensku leikmennirnir að búa til hörkuspennu á lokakaflanum þrátt fyrir að vera 3 holur niður þegar þrjár holur voru eftir.

Birgir Leifur og Axel fengu um 6,4 milljónir kr. hvor í sinn hlut í verðlaunafé en Evrópumeistararnir fengu um 12,8 milljónir kr. hvor í sinn hlut.

Birgir og Axel lögðu spænskt lið 2/1 í morgun í undanúrslitum. Ísland mætir liði Spánar eða Ítalíu úrslitum kl. 12.30 í dag. Leikurinn verður sýndur á RÚV 2.

Birgir og Axel lönduðu þar með öðrum verðlaunum sínum á þessu móti. Í gær fögnuðu þeir Evrópumeistaratitlinum í keppni blandaðra liða með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Valdísi Þóru Jónsdóttur.

Það er að miklu að keppa á EM því sigurliðið skiptir á milli sín rúmlega 25,6 milljónum kr.

Verðlaunaféð í liðakeppni karla á EM atvinnukylfinga.
1. sæti = 100.000 Evrur á leikmann = 12,8 milljónir kr.
2. sæti = 50.000 Evrur á leikmann = 6,4 milljónir kr.
3. sæti = 30.000 Evrur á leikmann = 3,85 milljónir kr.
4. sæti = 15.000 Evrur á leikmann = 1,92 milljónir kr.

Evrópumótið í liðakeppni atvinnukylfinga sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi dagana 8.-12. ágúst.

Alls eru 16 þjóðir sem taka þátt og er hvert lið skipað tveimur leikmönnum.

Axel Bóasson (GK) og Birgir Leifur Hafþórsson (GKG) eru saman í liði. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) og Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) eru saman í liði. Og í lokaumferðinni verða liðin skipuð einum karli og einni konu.

Birgir Leifur og Axel unnu allar þrjár viðureignir sínar og léku þeir í undanúrslitum mótsins. Þeir léku um laust sæti í undanúrslitum mótsins gegn Noregi í lokaumferðinni og þar höfðu þeir betur. Birgir og Axel lögðu Belgíu og Ítalíu í fyrstu tveimur umferðunum.

Valdís Þóra og Ólafía Þórunn gerðu jafntefli gegn Austurríki í lokaumferðinn og stóðu uppi með tvö jafntefli og einn tapleik.

Þær fengu þrjá fugla í röð á síðustu þremur holunum í viðureign þeirra gegn Finnlandi í 2. umferð. Íslensku atvinnukylfingarnir náðu að jafna við Finnland og lönduðu 1/2 vinningi. Valdís og Ólafía töpuðu fyrsta leiknum í riðlakeppninni.

08082018 Ladies European Tour 2018 European Championships PGA Centenary Course Gleneagles Scotland August 8 12 2018 Team Iceland on the first tee during the wednesday matches Credit Bethan Cutler

Á sama tíma er keppt um Evrópumeistaratitla í fjölmörgum íþróttagreinum í Glasgow og er golfmótið hluti af þeirri keppni. EM í hjólreiðum, fimleikum, róðri og þríþraut fer fram í Glasgow á þessum tíma einnig. Á sama tíma fer fram EM í frjálsíþróttum í Berlín.

Nánar um mótið hér:

 

07082018 Ladies European Tour 2018 European Championships PGA Centenary Course Gleneagles Scotland August 8 12 2018 Olafia Kristinsdottir of Iceland during a practice round Credit Tristan Jones
08082018 Ladies European Tour 2018 European Championships PGA Centenary Course Gleneagles Scotland August 8 12 2018 Olafia Kristinsdottir of Iceland during the wednesday matches Credit Bethan Cutler
08082018 Ladies European Tour 2018 European Championships PGA Centenary Course Gleneagles Scotland August 8 12 2018 Team Iceland on the first tee during the wednesday matches Credit Bethan Cutler
07082018 Ladies European Tour 2018 European Championships PGA Centenary Course Gleneagles Scotland August 8 12 2018 Axel Boasson of Iceland during a practice round Credit Tristan Jones
07082018 Ladies European Tour 2018 European Championships PGA Centenary Course Gleneagles Scotland August 8 12 2018 Olafia Kristinsdottir of Iceland during a practice round Credit Tristan Jones
07082018 Ladies European Tour 2018 European Championships PGA Centenary Course Gleneagles Scotland August 8 12 2018 Valdis Jonsdottir of Iceland during a practice round Credit Tristan Jones
07082018 Ladies European Tour 2018 European Championships PGA Centenary Course Gleneagles Scotland August 8 12 2018 Birgir Hafthorsson of Iceland during a practice round Credit Tristan Jones
07082018 Ladies European Tour 2018 European Championships PGA Centenary Course Gleneagles Scotland August 8 12 2018 Valdis Jonsdottir of Iceland during a practice round Credit Tristan Jones
07082018 Ladies European Tour 2018 European Championships PGA Centenary Course Gleneagles Scotland August 8 12 2018 Valdis Jonsdottir of Iceland with an Icelandic flag on her jacket during a practice round Credit Tristan Jones
07082018 Ladies European Tour 2018 European Championships PGA Centenary Course Gleneagles Scotland August 8 12 2018 Olafia Kristinsdottir of Iceland during a practice round Credit Tristan Jones

Verðlaunaféð skiptist jafnt niður í karla- og kvennaflokki. Keppt er í liðakeppni í karla – og kvennaflokki og einnig verður leikin 18 holu keppni með blönduðum liðum.

Hver þjóð má að hámarki vera með þrjú lið í hverri keppni. Bretar eru með þrjú lið í bæði karla – og kvennaflokki, Svíar koma þar næstir með tvö karlalið og þrjú í kvennaflokki.

Eins og áður segir er keppt á Gleneagles vellinum þar sem að Ryderkeppnin fór fram árið 2014. Solheim bikarinn fer fram á þessum velli árið 2019.

Ólafía Þórunn segir að hún sé spennt fyrir því að fá tækifæri að leika fyrir Ísland á þessu móti.

„Ísland hefur náð frábærum árangri í mörgum íþróttagreinum á heimsvísu að undanförnu. Markmiðið er að koma golfíþróttinni á kortið einnig. Þetta mót lofar góðu, skemmtilegt keppnisfyrirkomulag, og er upphaf að einhverju enn stærra,“ sagði Ólafía Þórunn m.a í viðtali við skipuleggjendur mótsins.

Keppnisfyrirkomulagið er holukeppni á milli liða sem eru skipuð tveimur leikmönnum. Alls eru 16 lið sem keppa og er þeim skipt upp í fjóra riðla.

Hvert lið leikur þrjá leiki í riðlinum og þar sem betra skor hjá liðinu telur á hverri holu (fjórbolti/fourball)

2 stig fást fyrir sigur í leik og 1 stig fyrir jafntefli.

Efstu liðin úr hverjum riðli komast í undanúrslit.

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ