Axel Bóasson, GK. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Axel Bóasson er efstur og með þriggja högga forskot fyrir lokahringin á Securitasmótinu á Eimskipsmótaröðinni. Keilismaðurinn lék á 66 höggum í dag eða -5 og er hann samtals á -8. Austurríkismaðurinn Bernhard Reiter og Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG eru þar á eftir á -5 samtals og það er útlit fyrir spennandi lokahring á sunnudaginn.

Mótið, sem fram fer í Grafarholti, er jafnframt lokamót tímabilsins og er keppt um GR-bikarinn. Að miklu er að keppa þar sem að heildarverðlaunaféð er um tvær milljónir og sigurvegarinn fær 250.000 kr. í verðlaunafé ef hann er atvinnukylfingur. Stigameistarinn fær þar að auki 500.000 kr. í sinn hlut ef hann er atvinnukylfingur.

Axel fékk alls fimm fugla í dag og það voru margir kylfingar sem söfnuðu fuglum við frábærar aðstæður í Grafarholtinu. Austurríkismaðurinn Reiter var í miklu stuði og fékk alls sex fugla á fyrstu 16 holunum. Hann tapaði síðan höggi á 18. og endaði á -5. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR fékk fjóra fugla í dag en tapaði ekki höggi og var hann sá eini í karlaflokknum sem fékk ekki skolla á hringnum í dag. Arnór Snær Guðmundsson frá Hamri Dalvík fékk einnig sex fugla. Sá sem fékk flesta fugla í dag var Kristján Þór Einarsson úr GM sem byrjaði á því að fá fimm fugla á fyrstu fimm brautunum og alls fékk hann sjö fugla í dag.

Staðan:

Staðan hjá efstu kylfingum í karlaflokki:
Par 71.

1. Axel Bóasson, GK (68-66) 134 högg -8
2. Bernhard Reiter (71-66) 137 högg -5
3. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (68-69) 137 högg -5
4. Þórður Rafn Gissurarson, GR (68-69) 137 högg -5
5. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (71-67) 138 högg -4
6. Arnór Snær Guðmundsson, GHD (72-67) 139 högg -3
7. Kristján Þór Einarsson, GM (72-67) 139 högg -3
8. Liam Robinson (70-69) 139 högg -3
9. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (69-71) 140 högg -2
10. Haraldur Franklín Magnús, GR (70-71) 141 högg -1
11. Stefán Már Stefánsson, GR (71-71) 142 högg par
12. Richard O’Donovan (70-72) 142 högg par

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ