/

Deildu:

Axel Bóasson, GK.
Auglýsing

Axel Bóasson úr Keili er úr leik á Áskorendamótaröðinni á móti sem fram fer á Morgado í Portúgal. Íslandsmeistarinn 2017 lék á +7 samtals (78-73). Niðurskurðarlína er við +2 þegar þetta er skrifað.

Áskorendamótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu – á eftir Evrópumótaröðinni. Þetta er fyrsta árið hjá Axel á þessari mótaröð. Hann tryggði sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni með frábærum árangri á Nordic Tour mótaröðinni í fyrra – þar sem hann varð stigameistari.

Axel hefur nú tekið þátt á fjórum mótum á Áskorendamótaröðinni á þessu tímabili. Hann hefur ekki náð að komast í gegnum niðurskurðinn á fjórum fyrstu mótunum.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ