Bjarki Pétursson á teig á Hamarsvelli í Borgarnesi. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Atvinnukylfingurinn Bjarki Pétursson var kjörinn Íþróttamanneskja Borgarfjarðar þann 6. janúar s.l. Ungmennasamband Borgarfjarðar, UMSB, stendur að kjörinu.

Í frétt á vef UMSB kemur fram að kosningin hafi verið afar jöfn og munaði aðeins 0.2 stigum á 1. og 2. sæti.

Bjarki fékk 9.6 stig í kjörinu en þetta er í sjöunda sinn sem kylfingurinn fær þessa nafnbót og í sjötta sinn frá árinu 2008.

Í frétt UMSB segir:

„Bjarki hefur á síðustu árum stigið fram sem einn af allra bestu kylfingum Íslands og var mjög nálægt því að fá keppnisrétt á sterkustu mótaröð Evrópu í golfi, og þeirri næst sterkustu í heimi. Bjarki er í landsliðshópi atvinnukylfinga á Íslandi og er einn sex kylfinga sem fá úthlutað úr „Forskoti afrekssjóði“. Bjarki er sem stendur númer 1673 á heimslista atvinnumanna í golfi, sem er hækkun um 232 sæti á milli ára sem er frábær árangur.“

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ