/

Deildu:

Aron Snær Júlíusson, GKG og Perla Sól Sigurbrandsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Íslandsmótinu í holukeppni 2023 lauk síðdegis í dag við frábærar aðstæður á Hamarsvelli í Borgarnesi. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, og Aron Snær Júlíusson, GKG, eru Íslandsmeistarar í houkeppni 2023.

Þetta er í fyrsta sinn sem þau landa þessum titlum en mótið fór nú fram í 36. sinn.

Perla Sól lék gegn Huldu Clöru Gestsdóttur, GKG, í úrslitum og hafði þar betur 4/3. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA varð þriðja en hún sigraði Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK, á 19. holu í leiknum um þriðja sætið.

Aron Snær lék gegn Aroni Emil Gunnarssyni, GOS, í úrslitaleiknum sem endaði 3/1 fyrir Aron Snæ. Í leiknum um þriðja sætið sigraði Hákon Örn Magnússon, GR, en hann sigraði Böðvar Braga Pálsson, GR, 3/2 í þeim leik.

Aron Snær er fæddur árið 1997 en hann varð Íslandsmeistari í golfi í fyrsta sinn árið 2021 á Jaðarsvelli á Akureyri. Perla Sól er 16 ára en hún er fædd í september árið 2006. Hún er ríkjandi Íslandsmeistari í golfi eftir sigur hennar í Vestmannaeyjum í fyrra – og hún er einnig ríkjandi Evrópumeistari í aldursflokknum 16 ára og yngri.  

Öll úrslit og myndir eru hér fyrir neðan.

 

Alls hófu 80 keppendur leik, 30 konur og 50 karlar.

Í þessari frétt eru allar upplýsingar um mótið – en fréttin verður uppfærð reglulega á meðan mótið fer fram.

Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á keppnisfyrirkomulagi Íslandsmótsins í holukeppni – en mótið fer nú fram í 36. skipti.

Riðlakeppni og útsláttarkeppni 32 keppenda í kvenna – og karlaflokki var lögð af.

Þess í stað voru leiknar 36 holur í höggleikskeppni á Hamarsvelli á fyrsta keppnisdeginum.

Í höggleikskeppninni var keppt um 16 efstu sætin í kvenna – og karlaflokki sem tryggðu sæti í 16-manna úrslitum holukeppninnar.

Undanúrslit – lokastaða:

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, sigraði Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK 2/1

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR sigraði Andreu Ýr Ásmundsdóttur, GA 3/1

Aron Emil Gunnarsson, GOS sigraði Böðvar Braga Pálsson, GR 4/3

Aron Snær Júlíusson, GKG sigraði Hákon Örn Magnússon, GR 2/1

 

2 .keppnisdagur:

8.- manna úrslit:

Konur:

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR sigraði Heiðrúnu Önnu Hlynsdóttur, GOS 8/7.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK sigraði Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur, GK 6/5.
Hulda Clara Gestsdóttir, GKG sigraði Helgu Signý Pálsdóttur, GR 5/4.
Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA sigraði Ragnhildi Kristinsdóttur, GR á 19. holu.

Karlar:
Aron Snær Júlíusson, GKG sigraði Andra Þór Björnsson, GR 3/2. 
Böðvar Bragi Pálsson, GR sigraði Tómas Eiríksson Hjaltested, GR 3/2. 
Aron Emil Gunnarsson, GOS sigraði Kristófer Orra Þórðarson, GKG 1/0.
Hákon Örn Magnússon, GR sigraði Gunnlaug Árna Sveinsson, GKG 1/0

2 .keppnisdagur:

16.- manna úrslit:

Það var mikil spenna í mörgum leikjum í 16-manna úrslitum sem hófust snemma í morgun á Hamarsvelli. Aðstæður voru eins og best verður á kosið. Logn, skýjað og ágætt hitastig. Það er ljóst að sigurvegararnir frá því fyrra verja ekki titla sína. Saga Traustadóttir, GKG, sem sigraði í fyrra, féll úr leik eftir bráðabana gegn Heiðrúnu Önnu Hlynsdóttur, GOS, sem sigraði á 20. holu. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR, sem sigraði í fyrra komst ekki í gegnum höggleikskeppnina þar sem að 16 efstu komust áfram í holukeppnina.

Í átta manna úrslitum í karlaflokki mætast:

13:00: Andri Þór Björnsson, GR – Aron Snær Júlíusson, GKG.
13:08: Hákon Örn Magnússon, GR – Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG.
13:16: Kristófer Karl Karlsson, GKG – Aron Emil Gunnarsson, GOS.
13:24: Tómas Eiríksson Hjaltested, GR – Böðvar Bragi Pálsson, GR.
Það er ljóst að nýtt nafn fer á Íslandsmeistarabikarinn í holukeppni karla árið 2023. Þeir átta sem eftir eru hafa ekki sigrað á þessu móti áður.

Í átta manna úrslitum í kvennaflokki mætast:

13:32: Hulda Clara Gestsdóttir, GKG – Helga Signý Pálsdóttir, GR.
13:40: Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK – Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK
13:48: Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR – Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS
13:56: Ragnhildur Kristinsdóttir, GR – Andrea Ýr Ásmundsdóttir.

Aðeins einn af keppendunum átta sem eftir eru í kvennaflokki hefur sigrað áður á Íslandsmótinu í holukeppni, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK.

16-manna úrslit: 

Konur: 

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG sigraði Önnu Júlíu Ólafsdóttur, GKG 6/5

Helga Signý Pálsdóttir, GR sigraði Berglindi Björnsdóttur, GR 2/1
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK sigraði Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur, GR 4/3
Hafdís alda Jóhannsdóttir, GK sigraði Karen Lind Stefánsdóttur, GKG 2/1
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR sigraði Katrínu Sól Davíðsdóttur, GM 3/2
Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS sigraði Sögu Traustadóttur, GKG á 20. holu.
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR sigraði Önnu Sólveigu Snorradóttur, GK 5/4
Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA sigraði Dagnýju Eik Dagsdóttur, GR á 21. holu 

Karlar: 

Andri Þór Björnsson, GR sigraði Kristján Þór Einarsson, GM 1/0
Aron Snær Júlíusson, GKG sigraði Sigurð Arnar Garðarsson, GKG 4/2
Hákon Örn Magnússon, GR sigraði Arnór Inga Finnbjörnsson, GR 3/2
Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG sigraði Birgi Björn Magnússon, GK á 20. holu
Kristófer Orri Þórðarson, GKG sigraði Björn Óskar Guðjónsson, GM 2/0
Aron Emil Gunnarsson, GOS sigraði Sverri Haraldsson, GM 2/1
Tómas Eiríksson Hjaltested, GR sigraði Hlyn Bergsson, GKG 1/0
Böðvar Bragi Pálsson, GR sigraði Daníel Ísak Steinarsson, GK 1/0

 

Það er ljóst hvaða 16 leikmenn komust áfram í kvenna – og karlaflokki. Frábært skor hjá efstu kylfingunum í blíðviðrinu á Hamarsvelli. Eftirfarandi kylfingar mætast í 16-manna úrslitum.

Kvennaflokkur:

Leikur 1: Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (1.) – Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG (16.)
Leikur 2: Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR (2.) – Katrín Sól Davíðsdóttir, GM (15.)
Leikur 3. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (3.) – Anna Sólveig Snorradóttir, GK (14.)
Leikur 4: Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (4.) – Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR (13.)
Leikur 5: Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (5.) – Karen Lind Stefánsdóttir, GKG (12.)
Leikur 6: Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (6.) – Árný Eik Dagsdóttir, GR (11.)
Leikur 7: Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (7.) – Saga Traustadóttir, GKG (10.)
Leikur 8: Berglind Björnsdóttir, GR (8.) – Helga Signý Pálsdóttir, GR (11.)

Karlaflokkur:

Leikur 1: Kristján Þór Einarsson, GM (1.) – Andri Þór Björnsson, GR (16.)
Leikur 2: Kristófer Orri Þórðarson, GKG (2.) – Björn Óskar Guðjónsson, GM (15.)
Leikur 3: Hlynur Bergsson, GKG (3.) – Tómas Eiríksson Hjaltested, GR (14.)
Leikur 4: Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR (4.) – Hákon Örn Magnússon, GR (13.)
Leikur 5: Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG (5.) – Birgir Björn Magnússon, GK (12.)
Leikur 6: Böðvar Bragi Pálsson, GR (6.) – Daníel Ísak Steinarsson, GK (11.)
Leikur 7: Aron Emil Gunnarsson, GOS (7.) – Sverrir Haraldsson, GM (10.)
Leikur 8: Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (8.) – Aron Snær Júlíusson, GKG (9.)

Þegar kylfingar eru jafnir eftir höggleikinn þá ræður eftirfarandi regla röðun leikmanna:

*Ef keppendur eru jafnir skal skor á síðustu 18 holunum ráða. Ef keppendur eru enn jafnir skal skor á síðustu 9 holum vallarins ráða (holur 10-18), svo síðustu 6 holum vallarins (holur 13-18), síðan síðustu 3 holum vallarins (16-18) og að lokum skor á 18. holu. Séu keppendur þá enn jafnir skal hlutkesti ráða röðun.

Leikur 1: Kristján Þór Einarsson, GM (1.) – Andri Þór Björnsson, GR (16.)
Leikur 2: Kristófer Orri Þórðarson, GKG (2.) – Björn Óskar Guðjónsson, GM (15.)
Leikur 3: Hlynur Bergsson, GKG (3.) – Tómas Eiríksson Hjaltested, GR (14.)
Leikur 4: Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR (4.) – Hákon Örn Magnússon, GR (13.)
Leikur 5: Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG (5.) – Birgir Björn Magnússon, GK (12.)
Leikur 6: Böðvar Bragi Pálsson, GR (6.) – Daníel Ísak Steinarsson, GK (11.)
Leikur 7: Aron Emil Gunnarsson, GOS (7.) – Sverrir Haraldsson, GM (10.)
Leikur 8: Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (8.) – Aron Snær Júlíusson, GKG (9.)

Alls eru 80 keppendur og koma þeir frá 13 mismunandi klúbbum víðsvegar af landinu. Flestir eru úr GR eða 24 alls, 19 eru frá GKG og 13 frá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Fimm klúbbar eru með keppendur í kvenna – og karlaflokki.

Í kvennaflokki er meðaldur keppenda 23 ár, og meðalforgjöf er 1,2.

Í karlaflokki er meðaldur keppenda 24 ár og meðalforgjöf er -1.

Fjórir fyrrum Íslandsmeistarar í holukeppni eru á meðal keppenda í karlaflokki, Kristján Þór Einarsson, GM, sem er ríkjandi Íslandsmeistari í golfi tekur þátt en hann hefur tvívegis sigrað á Íslandsmótinu í holukeppni 2009 og 2014. Arnór Ingi Finnbjörnsson (GR)(2011), Sigurður Bjarki Blumenstein, GR, hefur titil að verja en hann fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í holukeppni í fyrsta sinn í fyrra. Sverrir Haraldsson, GM, sem sigraði árið 2021, er einnig á meðal keppenda í ár.

Aron Snær Júlíusson, GKG, er á meðal keppenda en hann og Kristján Þór Einarsson, eru einu keppendurnir á þessu móti sem hafa sigrað á sjálfu Íslandsmótinu í golfi. Aron Snær sigraði árið 2020 og Kristján Þór hefur tvívegis sigrað, árið 2008 og 2022.

Í kvennaflokki eru fjórir fyrrum Íslandsmeistarar í holukeppni á meðal keppenda. Saga Traustadóttir, GKG, mætir í titilvörnina en hún hefur sigrað tvívegis, 2019 og 2022. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, er með tvo titla, 2017 og 2021. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, sigraði árið 2018 og Berglind Björnsdóttir, GR, sigraði 2016.

Þrír keppendur í kvennaflokki hafa sigrað á Íslandsmótinu í golfi. Guðrún Brá er með þrjá titla 2018, 2019, 2020, Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, 2021 og Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, 2022.

Golfklúbbur Karlar Konur Samtals
Golfklúbbur Reykjavíkur 15 9 24
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 11 8 19
Golfklúbbur Mosfellsbæjar 8 6 14
Golfklúbburinn Keilir 5 4 9
Golfklúbbur Selfoss 3 1 4
Golfklúbbur Suðurnesja 2   2
Nesklúbburinn 2   2
Golfklúbburinn Vestarr 1   1
Golfklúbburinn Leynir 1   1
Golfklúbbur Vestmannaeyja 1   1
Golfklúbbur Borgarness 1   1
Golfklúbburinn Oddur   1 1
Golfklúbbur Akureyrar   1 1
  50 30 80

Íslandsmeistarar í holukeppni í karlaflokki frá upphafi:

Alls hafa 24 leikmenn fagnað þessum titli í karlaflokki frá árinu 1988 þegar Íslandsmótið í holukeppni fór fyrst fram. Birgir Leifur Hafþórsson er sigursælastur með alls fjóra titla 1994, 1996, 2004 og 2010. Björgvin Sigurbergsson er með þrjá titla, 1992, 1998 og 200. Sex leikmenn hafa sigrað tvívegis, Úlfar Jónsson (1988 og 1993), Haraldur Heimisson (2001 og 2003), Ottó Sigurðsson (2005 og 2007), Kristján Þór Einarsson (2009 og 2014), Axel Bóasson (2015 og 2020) og Rúnar Arnórsson (2019 og 2020). Rúnar er sá eini sem hefur náð að verja titilinn í karlaflokki í þau 35 skipti sem mótið hefur farið fram.

Ár Nafn og klúbbur Fjöldi titla
1988 Úlfar Jónsson, GK 1
1989 Sigurður Pétursson, GR 1
1990 Sigurjón Arnarsson, GR 1
1991 Jón Karlsson, GR 1
1992 Björgvin Sigurbergsson, GK 1
1993 Úlfar Jónsson, GK 2
1994 Birgir Leifur Hafþórsson, GL 1
1995 Örn Arnarson, GA 1
1996 Birgir Leifur Hafþórsson, GL 2
1997 Þorsteinn Hallgrímsson, GV 1
1998 Björgvin Sigurbergsson, GK 2
1999 Helgi Þórisson, GS 1
2000 Björgvin Sigurbergsson, GK 3
2001 Haraldur Heimisson, GR 1
2002 Guðmundur I. Einarsson, GR 1
2003 Haraldur Heimisson, GR 2
2004 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG 3
2005 Ottó Sigurðsson, GKG 1
2006 Örn Ævar Hjartarson, GS 1
2007 Ottó Sigurðsson, GKG 2
2008 Hlynur Geir Hjartarson, GK 1
2009 Kristján Þór Einarsson, GM 1
2010 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG 2
2011 Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR 1
2012 Haraldur Franklín Magnús, GR 1
2013 Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 1
2014 Kristján Þór Einarsson, GM 2
2015 Axel Bóasson, GK 1
2016 Gísli Sveinbergsson, GK 1
2017 Egill Ragnar Gunnarsson, GKG 1
2018 Rúnar Arnórsson, GK 1
2019 Rúnar Arnórsson, GK 2
2020 Axel Bóasson, GK 2
2021 Sverrir Haraldsson, GM 1
2022 Sigurður Bjarki Blumenstein, GR 1

Íslandsmeistarar í holukeppni í kvennaflokki frá upphafi:

Alls hafa 17 leikmenn sigrað í kvennaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni frá árinu 1988 þegar mótið fór fyrst fram.

Ragnhildur Sigurðardóttir hefur sigrað oftast eða 6 sinnum alls (1990, 1993, 1997, 2000, 2001 og 2005), Ólöf María Jónsdóttirer með 5 titla alls (1995, 1996, 1998, 1999 og 2004), Karen Sævarsdóttir sigraði þrívegis eftir að hún vann sinn fyrsta titil árið 1988 (1991, 1992 og 1994). Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sigraði þrívegis (2011, 2013 og 2020). Fjórir leikmenn hafa sigrað tvívegis: Þórdís Geirsdóttir (1989 og 2007), Signý Arnórsdóttir (2009 og 2012), Guðrún Brá Björgvinsdóttir (2017 og 2021) og Saga Traustadóttir (2019 og 2022)

Ár Nafn og klúbbur Fjöldi titla
1988 Karen Sævarsdóttir, GS 1
1989 Þórdís Geirsdóttir, GK 1
1990 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR 1
1991 Karen Sævarsdóttir, GS 2
1992 Karen Sævarsdóttir, GS 3
1993 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR 2
1994 Karen Sævarsdóttir, GS 4
1995 Ólöf María Jónsdóttir, GK 1
1996 Ólöf María Jónsdóttir, GK 2
1997 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR 3
1998 Ólöf María Jónsdóttir, GK 3
1999 Ólöf María Jónsdóttir, GK 4
2000 Ragnhildur Sigurðardóttir, GK 4
2001 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR 5
2002 Herborg Arnarsdóttir, GR 1
2003 Helga Rut Svanbergsdóttir, GKj./GM 1
2004 Ólöf María Jónsdóttir, GK 5
2005 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR 6
2006 Anna Lísa Jóhannsdóttir, GR 1
2007 Þórdís Geirsdóttir, GR 2
2008 Ásta Birna Magnúsdóttir, GK 1
2009 Signý Arnórsdóttir, GK 1
2010 Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 1
2011 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 1
2012 Signý Arnórsdóttir, GK 2
2013 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 2
2014 Tinna Jóhannsdóttir, GK 1
2015 Heiða Guðnadóttir, GM 1
2016 Berglind Björnsdóttir, GR 1
2017 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 1
2018 Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 1
2019 Saga Traustadóttir, GR 1
2020 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 3
2021 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 2
2022 Saga Traustadóttir, GKG 2

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ