Aron Snær Júlíusson, GKG. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Þrír íslenskir kylfingar tóku þátt á UNICEF Championship atvinnumótinu sem fram fór á Lübker Golf Resort dagana 22.-24. júní. Mótið er hluti af Nordic League atvinnumótaröðinni sem er í þriðja efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

Smelltu hér fyrir úrslit mótsins.

Aron Snær Júlíusson, GKG, og ríkjandi Íslandsmeistari í golfi, endaði í 13. sæti. Hann lék hringina þrjá á 214 höggum eða -2 (70-71-73). Úrslit mótsins réðust í bráðabana þar sem að tveir kylfingar voru jafnir á -9 eftir 54 holur. Christian Jacobsen frá Danmörku hafði betur gegn landa sínum Jeppe Kristian Andersen.

Gísli Sveinbergsson, GK, komst ekki í gegnum niðurskurðinn en hann lék á 148 höggum á fyrstu tveimur hringjunum, (76-72) +4 samtals.

Aron Bergsson, sem keppir fyrir Hills golfklúbbinn í Svíþjóð, var einnig á 148 höggum (75-73) +4 samtals. Aron hefur keppt fyrir GKG á Íslandsmótinu í golfi en systir hans, Andrea Bergsdóttir, hefur leikið með íslenska landsliðinu undanfarin misseri.

Smelltu hér fyrir stigalistann í heild sinni:

Axel Bóasson, GK, er í 12. sæti á stigalista mótaraðarinnar. Hann hefur sigrað á einu móti og með tveimur sigrum í viðbót tryggir hann sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour.

Fimm efstu á stigalista mótaraðarinnar fá keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour.

Aron Snær er í 51. sæti á stigalistanum, Andri Þór Björnsson er í 69. sæti, Bjarki Pétursson er í 86. sæti, Aron Bergsson er í 115. sæti, Elvar Már Kristinsson er í 159. sæti og Hákon Örn Magnússon er í sæti nr. 203.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ