Golfreglunámskeið
Auglýsing

Árlegt héraðsdómaranámskeið í golfi hefst í næstu viku. Námskeiðið stendur í fjögur kvöld þar sem farið er yfir golfreglurnar og að því loknu geta þeir sem vilja þreytt héraðsdómarapróf. Námskeiðið er mjög góð leið fyrir kylfinga til að læra golfreglurnar, hvort sem þeir stefna að dómgæslu í golfi eða ekki. Þetta á ekki síst við í ár þar sem nýjar golfreglur tóku gildi um síðustu áramót. Námskeið er öllum opið og er ókeypis.

Námskeiðið er haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal en þeir sem ekki hafa tök á að mæta þar geta fylgst með námskeiðinu í beinni útsendingu á netinu.

Námskeiðið hefst næstkomandi þriðjudag og er dagskrá þess sem hér segir:

  • Þriðjudaginn 5. apríl kl. 19:00 – 22:00. Reglur 1, 2, 3, 6, 9, 10, 13 og 15.
  • Fimmtudaginn 7. apríl kl. 19:00 – 22:00. Reglur 4, 5, 11, 16, 18, 19 og 20.
  • Mánudaginn 11. apríl kl. 19:00 – 22:00. Reglur 7, 8, 21, 22, 24 og 25.
  • Miðvikudaginn 13. apríl kl. 19:00 – 22:00. Reglur 12, 14, 17, 23, 26, 27 og 28.
  • Próf verða síðan haldin þriðjudaginn 19. apríl kl. 19:00 og laugardaginn 23. apríl kl. 10:00. Þátttakendur geta valið í hvort prófið þeir mæta.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til  domaranefnd@golf.is

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ