Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á 18. teig í gær á æfingahring fyrir mótið í Frakklandi. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, hefur leik í dag Terre Blanche mótinu á LET Access atvinnumótaröðinni í Frakklandi. Mótið fer fram á glæsilegu golfvallasvæði rétt við hina þekktu kvikmyndaborg Cannes.

Ólafía sagði í gær að hún hefði undirbúið sig vel fyrir keppnistímabiiið í vetur með ýmsum hætti. Hún kom beint frá Bandaríkjunum til Frakklands en hún dvaldi við æfingar í Wake Forest háskólanum þar sem hún stundaði nám áður en hún fór í atvinnumennskuna. Aðstoðarmaður hennar í Frakklandi er Thomas Bojanowski, þýskur unnusti Ólafíu, en hann er grjótharður keppnismaður en hann var einn fremsti 800 metra hlaupari Þýskalands.

[pull_quote_right]„Mér líður vel og það er tilhlökkun hjá mér að takast á við þetta verkefni. Völlurinn er frábær og það verður gott að komast í keppnisgolf á ný eftir langt undirbúningstímabil,“ sagði Ólafía við golf.is í gær. [/pull_quote_right]

Ólafía hefur leik kl. 7.05 að íslenskum tíma eða 9.05 að frönskum tíma og slær hún fyrsta höggið á 10. teig í dag. Á morgun, föstudag, mun Ólafía hefja leik kl. 11.25 að íslenskum tíma og hefur hún þá leik á 1. teig.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á vefsíðu LET Access og einnig hér fyrir neðan á Twittter síðu GSÍ.



 

Ólafía og Thomas ræða málin á æfingahringnum í Frakklandi. Mynd/seth@golf.is
Ólafía og Thomas ræða málin á æfingahringnum í Frakklandi. Mynd/seth@golf.is

 

Æfingasvæðið á Terre Blanche kallast Albatros og svífur hann yfir kylfingunum á æfingasvæðinu. mynd/seth@golf.is
Æfingasvæðið á Terre Blanche kallast Albatros og svífur hann yfir kylfingunum á æfingasvæðinu. mynd/seth@golf.is

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ