/

Deildu:

Frá vinstri: Eva Kristinsdóttir, Anna Júlía Ólafsdóttir, Fjóla Margrét Viðarsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Íslandsmótið í holukeppni 2024 í holukeppni fór fram dagana 14.-16. júní á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG, er Íslandsmeistari í holukeppni kvenna 2024 – en hún sigraði Fjólu Margréti Viðarsdóttur, GS 6&5 í úrslitaleiknum.

Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Önnu Júlíu á ferlinum í einstaklingskeppni en hún er 24 ára og var að ljúka námi í bandarískum háskóla, þar sem hún lék golf samhliða náminu.

Eva Kristinsdóttir, GM, sigraði Þóru Sigríði Sveinsdóttur, GS, 3&2 í leiknum um þriðja sætið.

Úrslit einstakra leikja eru hér fyrir neðan.

Mótið var það 36. í röðinni frá því að fyrst var keppt árið 1988.

Keppt verður í karlaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni dagana 22.-24. júní á Garðavelli á Akranesi.

Í fyrri hluta Íslandsmótsins í holukeppni, sem fram fór föstudaginn 14. júní var leikinn 36 holu höggleikur án forgjafar, þar sem sextán efstu keppendurnir komust áfram í útsláttarkeppni.

Að höggleik loknum voru leiknar fjórar umferðir í holukeppni.

Smelltu hér fyrir myndasafn:

Smelltu hér fyrir stöðuna í leikjunum í holukeppninni:

4. umferð – úrslitaleikir:

Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG, náði yfirhöndinni í úrslitaleiknum gegn Fjólu Margréti Viðarsdóttur, GS á 5. holu. Anna Júlía átti eina holu fyrir 9. holuna og hún vann næstu fimm holur og tryggði sér sigurinn á 13. holur, 6&5. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Önnu Júlíu í einstaklingskeppni í golfi.

Screenshot 2024 06 16 at 42115 PM

3 umferð – undanúrslit:

Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG sigraði Evu Kristinsdóttur, GM í undanúrslitum eftir spennandi leik. Eva var 2 holur upp þegar 9 holur voru búnar en Anna Júlía lék síðustu sex holur á tveimur höggum undir pari og tryggði sér 1/0 sigur.

Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS var fjórar holur upp eftir 8 holur en Þóra Sigríður náði að vinna tvær holur til baka þegar fjórar holur voru eftir. Fjóla fékk fugl á 15. og var þrjár upp og tryggði sér síðan 2/1 sigur á 17. holu.

2 umferð – 8 manna úrslit:

Hér fyrir neðan má sjá hvernig leikirnir fóru í 8-manna úrslitum, 2. umferð.

Þóra Sigríður Sveinsdóttir, GR hélt sigurgöngu sinni áfram með 5/4 sigri gegn Elsu Maren Steinarsdóttur, GK.


Fjóla Margrét Viðarsdótir, GS, átti góðan endasprett gegn Söru Kristinsdóttur, GM – þar sem að Fjóla vann 16. og 18. holuna til þess að tryggja sér sigurinn.


Eva Kristinsdóttir, GM vann einnig tvær síðustu holurnar til þess að tryggja sér sigur gegn Heiðrúnu Önnu Hlynsdóttur, GOS.


Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG sigraði Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur, GR 3/2, en Anna Júlía var alltaf með yfirhöndina í leiknum.

Screenshot 2024 06 15 at 54638 PM

1. umferð – 16 manna úrslit

Hér fyrir neðan má sjá hvernig leikirnir fóru í 1. umferð holukeppninnar. Tvær viðureignir fóru í bráðabana, þar sem að Þóra Sigríður Sveinsdóttir, GR,hafði betur á 19. holu gegn Heiðu Rakel Rafnsdóttur, GM – en Þóra Sigríður var í 16. sæti eftir höggleikinn en Heiða Rakel í því efsta.

Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS, og Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM, léku þrjár holur í bráðabana um sigurinn þar sem að Fjóla Margrét tryggði sér sigurinn á 21. holu.

Screenshot 2024 06 15 at 41035 PM

Heiða Rakel Rafnsdóttir, GM, og Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS lék best allra í höggleiknum eða á 146 höggum (+4). Keppnin var mjög jöfn eins og sjá má hér fyrir neðan.

 1. umferð (fyrir hádegi 15. júní): 16 manna holukeppni.

  Í 16-manna úrslitum mætast:

  (1.) Heiða Rakel Rafnsdóttir, GM – Þóra Sigríður Sveinsdóttir, GR (16.).
  (2.) Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS – Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (15.).
  (3.) Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG – Katrín Sól Davíðsdóttir, GM (14.).
  (4.) Sara Kristinsdóttir, GM – Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM (13.).
  (5.) Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM – Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS (12.).
  (6.) Birna Rut Snorradóttir, GM – Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR (11.).
  (7.) Eva Kristinsdóttir, GM – Berglind Erla Baldursdóttir, GM (10.).
  (8.) Elsa Maren Steinarsdóttir, GK – Anna Sólveig Snorradóttir, GK (9.).

 2. umferð (eftir hádegi 15. júní): 8 manna holukeppni þeirra sem áfram komast.
 3. umferð (fyrir hádegi 16. júní): Undanúrslit, 4 manna holukeppni þeirra sem áfram komast.
 4. umferð (eftir hádegi 16. júní): Úrslit, leikur um 3. sæti og úrslitaleikur.


  Gert er ráð fyrir að úrslitaleikirnir hefjist um kl. 12:30 sunnudaginn 16. júní, og mótslok eru áætluð um 16:45.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit í höggleiknum:

Keppendur eru alls 41 og koma þeir frá 7 mismunandi klúbbum. Flestir keppendur eru frá Golfklúbbi Mosfellsbæjar, eða 13 alls. Golfklúbbur Reykjavíkur er með 9 og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar er með 8 keppendur. GM er með 32% af heildarfjölda keppenda á þessu móti.

Meðalforgjöfin í mótinu er 2,5 og meðaldur keppenda er 19,4 ár. Elsti keppandinn er 32 ára og yngstu keppendurnir eru 14 ára.

KlúbburFjöldiHlutfall
1Golfklúbbur Mosfellsbæjar1332%
2Golfklúbbur Reykjavíkur922%
3Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar820%
4Golfklúbburinn Keilir615%
5Golfklúbbur Akureyrar25%
6Golfklúbbur Selfoss25%
7Golfklúbbur Suðurnesja12%


Íslandsmeistarar í holukeppni í kvennaflokki frá upphafi:

Alls hafa 19 leikmenn sigrað í kvennaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni frá árinu 1988 þegar mótið fór fyrst fram.

Ragnhildur Sigurðardóttir hefur sigrað oftast eða 6 sinnum alls (1990, 1993, 1997, 2000, 2001 og 2005), Ólöf María Jónsdóttirer með 5 titla alls (1995, 1996, 1998, 1999 og 2004), Karen Sævarsdóttir er með 4 titla alls. (1988,1991, 1992 og 1994). Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur sigrað þrívegis (2011, 2013 og 2020). Fjórir leikmenn hafa sigrað tvívegis: Þórdís Geirsdóttir (1989 og 2007), Signý Arnórsdóttir (2009 og 2012), Guðrún Brá Björgvinsdóttir (2017 og 2021) og Saga Traustadóttir (2019 og 2022). Saga er sú eina sem hefur skilað þessum titli til tveggja golfklúbba, en hún var Í GR árið 2019 en hún hefur verið í GKG undanfarin ár.

ÁrNafn Klúbbur Fjöldi titla
1988Karen Sævarsdóttir GS1
1989Þórdís GeirsdóttirGK1
1990Ragnhildur SigurðardóttirGR1
1991Karen Sævarsdóttir GS2
1992Karen Sævarsdóttir GS3
1993Ragnhildur SigurðardóttirGR2
1994Karen Sævarsdóttir GS4
1995Ólöf María Jónsdóttir GK1
1996Ólöf María Jónsdóttir GK2
1997Ragnhildur SigurðardóttirGR3
1998Ólöf María Jónsdóttir GK3
1999Ólöf María Jónsdóttir GK4
2000Ragnhildur SigurðardóttirGR4
2001Ragnhildur SigurðardóttirGR5
2002Herborg Arnarsdóttir GR1
2003Helga Rut Svanbergsdóttir GM (GKj)1
2004Ólöf María Jónsdóttir GK5
2005Ragnhildur SigurðardóttirGR5
2006Anna Lísa Jóhannsdóttir GR1
2007Þórdís GeirsdóttirGK1
2008Ásta Birna Magnúsdóttir GK1
2009Signý ArnórsdóttirGK1
2010Valdís Þóra Jónsdóttir GL1
2011Ólafía Þórunn KristinsdóttirGR1
2012Signý Arnórsdóttir GK2
2013Ólafía Þórunn KristinsdóttirGR2
2014Tinna Jóhannsdóttir GK1
2015Heiða Guðnadóttir GM2
2016Berglind BjörnsdóttirGR1
2017Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK1
2018Ragnhildur Kristinsdóttir GR1
2019Saga Traustadóttir GR1
2020ÓIafía Þórunn Kristinsdóttir GR3
2021Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK2
2022Saga TraustadóttirGKG2
2023Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR1
2024Anna Júlía Ólafsdóttir GKG1

Fjöldi titla eftir golfklúbbum á Íslandsmótinu í holukeppni í kvennaflokki:

Golfklúbbur Reykjavíkur er með flesta titla eða 15 alls og Golfklúbburinn Keilir kemur þar á eftir með 13 titla. Þessir klúbbar hafa sigrað í 77% af þeim Íslandsmótum sem fram hafa farið í holukeppni í kvennaflokki.

Klúbbur Fjöldi titla
Golfklúbbur Reykjavíkur, GR15
Golfklúbburinn Keilir, GK 13
Golfklúbbur Suðurnesja, GS4
Golfklúbbur Mosfellsbæjar 2
Golfklúbburinn Leynir, GL1
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar2

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ