Samstarfsaðilar

Með vísan til minnisblaðs sóttvarnarlæknis, dags. 11. ágúst sl., og auglýsingar heilbrigðisráðherra 12. ágúst sl. þá liggur fyrir að áhorfendur eru ekki leyfðir á íþróttaviðburðum.

Af þeim sökum verða Íslandsmót unglinga í holukeppni hjá Golfklúbbi Suðurnesja og Áskorendamótið hjá Golfklúbbi Grindavíkur leikin án áhorfenda.

Þeir einu sem mega vera á íþróttasvæðinu eru keppendur, þjálfarar og starfsmenn mótanna.

Golfsambandið biður alla foreldra og aðra aðstandendur vinsamlegast um að virða það.  

Deildu:

Auglýsing