/

Deildu:

15. flöt á Húsatóftavelli.
Auglýsing

Golfklúbbur Grindavíkur ætlar að halda áfram mótahaldi og næstkomandi laugardag fer fram fyrsta aðventumót klúbbsins þegar aðeins rétt rúmar fjórar vikur eru til jóla. Flatir Húsatóftavallar eru í ótrúlega góðu ásigkomulagi þrátt fyrir að komið sé fram í lok nóvember. Við höfum fengið ótrúlega góð viðbrögð við mótahaldi klúbbsins á síðustu vikum og svörum því kallinu og höldum áfram.

Fyrsta aðventumót Golfklúbbs Grindavíkur fer fram 29. nóvember á Húsatóftavelli. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni og einnig fyrir besta skor í höggleik*. Nándarverðlaun á 7. og 18. braut. Þátttökugjald 3.500 kr.- og verður kaffi í boði hússins í skála. Bjór og súpa á sérstöku tilboði í klúbbhúsi.

Ræst verður út frá kl. 10:10 – 11:50. Ræst verður út á tveimur teigum og haldi kylfingar góðum leikhraða ættu allir kylfingar að ná að ljúka leik áður en myrkur skellur á um kl. 16:00. Við biðjum því kylfinga að leika „Ready Golf“ og halda uppi góðum leikhraða. Það er einfaldlega miklu skemmtilegra að leika hratt og gott golf.

Skráning er hafin á golf.is og með því að senda tölvupóst á gggolf@gggolf.is. Verðlaun verða kynnt nánar síðar.

Mótanefnd GG áskilur sér rétt til að fresta eða færa mót yfir á sunnudag verði veðurskilyrði ekki góð.

*Ekki er hægt að vinna til verðlauna í bæði höggleik og punktakeppni.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ