/

Deildu:

Auglýsing

Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri Golfsambands Íslands, hefur tilkynnt hvaða leikmenn skipa landslið Íslands í karla-, kvenna-, pilta- og stúlknaflokki á Evrópumótunum í liðakeppni 2022. 

Karla-, kvenna- og stúlknaliðin eru í efstu deild en piltalandsliðið er í næstefstu deild. Landslið Íslands eru skipuð leikmönnum sem eru áhugakylfingar. 

Ólafur hefur jafnframt tilkynnt hvaða leikmenn verða fulltrúar Íslands á tveimur mótum fyrir kylfinga 16 ára og yngri, annars vegar European Young Masters og hins vegar R&A Junior Open. 

Karlalið Íslands: 

Karlalið Íslands keppir á Royal St. George’s vellinum í Englandi 5.-9. júlí, þar sem opna breska fór fram í fyrra.

Þjálfari liðsins er Ólafur Björn Loftsson og Baldur Gunnbjörnsson er sjúkraþjálfari liðsins.

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hér: 

Eftirtaldir leikmenn skipa karlalið Íslands: 

  • Aron Emil Gunnarsson, GOS
  • Daníel Ísak Steinarsson, GK
  • Hákon Örn Magnússon, GR
  • Hlynur Bergsson, GKG
  • Kristófer Orri Þórðarson, GKG
  • Sigurður Bjarki Blumenstein, GR

Alls eru 19 þjóðir sem keppa á EM karla: Austurríki, Belgía, Danmörk, England, Eistland, Finnland, Frakkland, Ísland, Írland, Ítalía, Holland, Portúgal, Skotland, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tékkland, Wales og Þýskaland.

13 efstu þjóðirnar halda sæti sínu í efstu deild og 6 neðstu falla í aðra deild.

Kvennalið Íslands: 

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hér: 

Kvennalið Íslands keppir á Conwy Golf Club í Wales 5.-9. júlí. Þjálfari liðsins er Heiðar Davíð Bragason og Árný Lilja Árnadóttir er sjúkraþjálfari liðsins. 

Eftirtaldir leikmenn skipa kvennalið Íslands: 

  • Andrea Bergsdóttir, Hills GC 
  • Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS
  • Hulda Clara Gestsdóttir, GKG
  • Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR
  • Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR
  • Saga Traustadóttir, GKG

Ragnhildur Kristinsdóttir gaf ekki kost á sér í EM að þessu sinni.

„Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér í íslenska kvennalandsliðið sem fer á EM liða í Wales í ár. Aðalástæðan fyrir því er sú að ég er að fara í úrtökumót fyrir LPGA sem byrjar í ágúst og til að vera sem best undirbúin fyrir það, ákvað ég að það væri best fyrir mig að hvíla þessa vikuna. Álagið sem fylgir háskólagolfi, hefur tekið sinn toll síðustu 5 ár og því er þessi hvíld til þess að ég verði sem best undirbúin andlega fyrir allt það sem fylgir því að spila í úrtökumótum. Ég er hins vegar mjög spennt fyrir því að fylgja stúlknaliðinu okkar á Urriðavelli og gefa til baka til íslenska golfsins sem hefur gefið mér svo margt. Ég vona að ég geti miðlað eitthvað af minni reynslu til þeirra. Áfram Ísland!“

Alls eru 20 þjóðir sem keppa á EM kvenna: Austurríki, Belgía, Danmörk, England, Finnland, Frakkland, Ísland, Írland, Ítalía, Holland, Pólland, Skotland, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tékkland, Wales og Þýskaland. 

Stúlknalið Íslands:

Stúlknalið Íslands keppir á Urriðavelli á Íslandi dagana 5.-9. júlí en um er að ræða keppni í efstu deild. Ragnhildur Kristinsdóttir er liðsstjóri og Margrét Ársælsdóttir er sjúkraþjálfari liðsins. 

Eftirtaldir leikmenn skipa stúlknalandslið Íslands:

  • Berglind Erla Baldursdóttir, GM
  • Katrín Sól Davíðsdóttir, GM
  • Karen Lind Stefánsdóttir, GKG
  • María Eir Guðjónsdóttir, GM
  • Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM
  • Sara Kristinsdóttir, GM

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hér: 

Alls eru 18 þjóðir sem taka þátt á EM stúlknalandsliða. Austurríki, Belgía, Danmörk, England, Finnland, Frakkland, Ísland, Írland, Ítalía, Holland, Portúgal, Skotland, Slóvakía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tékkland og Þýskaland. 

Piltalið Íslands:

Piltalið Íslands keppir á Pravets Golf Club í Búlgaríu dagana 6.-9. júlí en um er að ræða keppni í næst efstu deild. 

Þjálfari liðsins er Karl Ómar Karlsson og Egill Atlason er sjúkraþjálfari liðsins. 

Eftirtaldir leikmenn skipa piltalandslið Íslands:

  • Bjarni Þór Lúðvíksson, NK
  • Guðjón Frans Halldórsson, GKG
  • Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG
  • Heiðar Snær Bjarnason, GOS
  • Jóhann Frank Halldórsson, GR
  • Skúli Gunnar Ágústsson, GA

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hér: 

Alls eru 7 þjóðir sem taka þátt á EM piltalandsliða í 2. deild: Belgía, Eistland, Ísland, Pólland, Slóvakía, Tyrkland og Ungverjaland

2 efstu þjóðirnar vinna sér inn sæti í efstu deild að ári

European Young Masters

Landslið Íslands 16 ára og yngri keppir á Linna Golf í Finnlandi dagana 21.-23. júlí. 

Eftirtaldir leikmenn skipa landslið Íslands 16 ára og yngri:

  • Helga Signý Pálsdóttir, GR
  • Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR
  • Skúli Gunnar Ágústsson, GA
  • Veigar Heiðarsson, GA

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hér: 

Fjölmargar aðildarþjóðir EGA eru skráðar til leiks, alls 31 þjóð.

R&A Junior Open

R&A stendur fyrir sterku boðsmóti fyrir kylfinga 16 ára og yngri. 

Eftirtaldir leikmenn eru fulltrúar Íslands á R&A Junior Open:

  • Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS
  • Markús Marelsson, GK

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hér:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ