/

Deildu:

Auglýsing

Hlynur Bergsson, GKG, keppir þessa dagana á Evrópumóti áhugakylfinga í keppni einstaklinga. Mótið fer fram á Parador Campo de Golf El Saler vellinum í Valencia á Spáni.

Völlurinn er einn af allra þekktustu keppnisvöllum Spánar og Evrópu – og hefur úrtökumót fyrir Evrópumótaröð karla farið fram á þessum velli. Völlurinn er um 6.300 metrar á þessu móti.

Keppnisformið er höggleikur og verða leiknar 72 holur á fjórum keppnisdögum.

Hlynur, stundar háskólanám í Bandaríkjunum samhliða golfiðkun. Hann lék fyrsta hringinn á 73 höggum eða +1. Hlynur fékk alls fimm fugla á hringnum en hann tapaði höggi á þremur holum og á 11. holu lék hann á þremur höggum yfir pari. Hann er í 45. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

Þetta er í 35. sinn sem mótið fer fram.

Alls eru 144 keppendur og koma þeir frá 42 löndum. Fyrst var keppt á þessu móti árið 1986 og aðeins allra bestu áhugakylfingar veraldar fá keppnisrétt á þessu móti.

Margir þekktir kylfingar hafa staðið uppi sem sigurvegari á þessu móti. Má þar nefna Rory McIlroy (2006, Sergio Garcia (1995), Lee Westwood (1993), Paul Casey (1999), Danny Willet (2007) og Tommy Fleetwood (2010).

Daninn Nicolai Højgaard sigraði á þessu móti árið 2018 og Norðmaðurinn Viktor Hovland endaði tvívegis í öðru sæti á EM einstaklinga, 2016 og 2018.

Siguvegarinn á EM einstaklinga fær keppnisrétt á Opna mótinu sem hefst eftir þrjár vikur á St. Andrews í Skotlandi – en The Open fer þá fram í 150. skipti.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ