GSÍ fjölskyldan
Auglýsing

Íslenski atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús hefur leik á SDC Open í Suður-Afríku á morgun. Mótið er fyrsta mót tímabilsins á HotelPlanner Tour mótaröðinni, sem er sú næst sterkasta í Evrópu.

SDC Open mótið er leikið á Zebula Golf Estate & Spa golfvellinum á Limpopo. Völlurinn er gífurlega fallegur en Haraldur sagði hann erfiðan í viðtali fyrir mótið. Mikill hiti er á svæðinu, en spáin reiknar með 30 stiga hita á morgun.

Zebula Golf Estate Spa völlurinn

Haraldur hefur leik kl. 07:20 að staðartíma og er í holli með heimamanninum Jaco Ahlers og hinum hollenska Dan Huizing. Þetta er fyrsta mótið í fjögurra móta törn í Suður-Afríku hjá Haraldi, en lesa má betur um tímabilið hans í viðtali hér að neðan.

Nick Carlson, GM, er einnig á meðal keppenda mótsins, en hann lék frábært golf á síðasta tímabili og endaði á meðal 40 efstu kylfinga mótaraðarinnar.

Hægt er að fylgjast með skori mótsins hér.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ