GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Haraldur Franklín Magnús
Auglýsing

Íslenski atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús lék sinn fyrsta hring á Hangzhou Open
mótinu í Kína í dag. Mótið er það næst seinasta á HotelPlanner Tour tímabilinu, en einungis 70 efstu kylfingar stigalistans eru á meðal keppenda.

Hægt er að fylgjast með skori mótsins hér

Fyrir mótið var Haraldur í 62. sæti listans, en efstu 45 kylfingarnir að móti loknu fá þátttökurétt í lokamóti mótaraðarinnar. Haraldur verður því að vera á meðal efstu manna til að ná inn í lokamótið. Hann hefur þó leikið vel á tímabilinu, en margir af þeim kylfingum sem hafa safnað jafn mörgum stigum og Haraldur hafa leikið í tvöfalt fleiri mótum.

Hangzhou Open mótið er leikið á Hangzhou West Lake Golf Club golfvellinum í Hangzhou, Kína. Völlurinn var hannaður af Jack Nicklaus og gefur kylfingum frábæra blöndu af gróðri og vatni.

Hangzhou West Lake Golf Club

Haraldur lék gott golf á fyrsta hring og kom í hús á þremur höggum undir pari. Hann hóf leik á 10. holu og var á pari vallarins þegar þrjár holur voru eftir. Frábær fugl á sjöundu holunni og örn á þeirri áttundu komu okkar manni í mikið betri mál, en hann er jafn í 20. sæti mótsins sem stendur. Nokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka hring dagsins og gæti staðan breyst á næstu tímunum.

Hringur Haralds

Nick Carlson, kylfingur GM, er með fullan keppnisrétt á mótaröðinni og er einnig á meðal keppenda mótsins. Hann situr í 31. sæti stigalistans fyrir mótið og er svo gott sem öruggur inn í lokamótið.

Sem stendur er Nick jafn í 34. sæti mótsins á tveimur höggum undir pari.

Nick fékk fjóra fugla og tvo skolla á fyrsta hringnum.

Hringur Nick

Við munum fylgjast áfram með gengi okkar manna hér á golf.is og á samfélagsmiðlum GSÍ.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ