Lokamót LET Access mótaraðarinnar fer fram á Gambito Golf Calatayud vellinum á Spáni dagana 16.-18. október. Í mótið mæta efstu kylfingar tímabilsins og er til mikils að vinna. Efstu sjö kylfingar stigalistans í lok tímabils vinna sér inn fullan þátttökurétt á LET (Evrópumótaröðinni) á næsta tímabili.
Atvinnukylfingarnir Ragnhildur Kristinsdóttir (Ragga) og Andrea Bergsdóttir hafa báðar leikið frábært golf í sumar og eru á meðal keppenda mótsins. Ragga situr í sjötta sæti stigalistans fyrir lokamótið og Andrea í því tólfta. Staðan er því þannig að Ragga þarf ágætis árangur í mótinu til að vera örugg í efstu sjö á meðan Andrea þarf að vinna mótið.
Hér má fylgjast með skori mótsins
Í aðdraganda mótsins fengum við þær báðar í viðtal, en þau má finna hér að neðan.