/

Deildu:

Auglýsing

Rekstur Golfklúbbs Kiðjabergs gekk mjög vel árið 2020 og skilaði klúbburinn 13 milljóna kr. rekstrarafgangi – en 15.000 hringir voru leiknir á Kiðjabergsvelli á síðasta ári. Þetta kom fram á aðalfundi GKB sem fram fór þann 6. febrúar s.l. Félagsmenn í GKB eru 332 alls, 204 karlar og 128 konur.

Formaður GKB, Börkur Arnviðarson, sagði í ávarpi sínu að starfsárið 2020 væri eitt það allra besta í sögu klúbbsins.

Völlurinn kom vel undan vetri og mikið spilað við góðar aðstæður allt tímabilið. Tekjur GKB voru um 63 milljónir kr. sem er 14% aukning frá árinu 2019 en útgjöld voru 50 milljónir kr. Mikil aukning var í tekjum vegna vallargjalda en um 40% samdráttur var í tekjum vegna mótahalds.

Nánar á vef GKB.

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ