Auglýsing

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og unnusti hennar Thomas Bojanowski eiga von á sínu fyrsta barni í sumar. Ólafía Þórunn mun því ekki sinna keppnisgolfi á næstunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ólafíu og KPMG..

Þrátt fyrir að geta ekki sinnt keppnisgolfi hafa Ólafía Þórunn og KPMG gengið frá nýjum samningi um áframhaldandi samstarf. Endurnýjun samstarfssamningsins felur m.a. í sér að Ólafía Þórunn mun halda áfram að stuðla að aukinni þátttöku barna og unglinga í golfi – ekki síst stúlkna.


Ólafía Þórunn Kristinsdóttir:


„Draumurinn um Ólympíuleika er settur í bið þetta skiptið til að uppfylla annan draum, en ég er langt frá því að leggja golfsettið á hilluna. Ég hef fullan hug á að halda áfram þar sem frá var horfið þegar við erum búin að eignast litla krílið og þegar ég verð orðin líkamlega og andlega tilbúin að koma til baka. Ég á enn mikið inni og ýmis markmið í pokahorninu sem ég á eftir að ná. Það er mjög mikilvægt fyrir íþróttafólk að hafa öfluga stuðningsaðila. Ég er því afskaplega þakklát fyrir þann stuðning sem KPMG heldur áfram að sýna mér. Það getur verið sérstaklega erfitt fyrir konur að þurfa að setja sitt persónulega líf á bið vegna ferilsins og óvissan sem fylgir því að vera íþróttamaður að taka frí frá keppnum til að stofna fjölskyldu. Það varpar ljósi á öryggisnet sem vantar stundum í íþróttamenningunni, áskorun sem hefur orðið betri á hinum almenna vinnumarkaði. Þar með er traustið og stuðningurinn sem KPMG veitir mér ómetanlegur. Stórt skref fyrir konur og íþróttamenninguna.“

Jón Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri KPMG:

„Við erum stolt af okkar góða samstarfi við Ólafíu Þórunni undanfarin ár og fannst okkur ekkert annað koma til greina en að halda samstarfi okkar áfram með aðeins breyttum formerkjum.“

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ