Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR léku á LETAS atvinnumótaröðinni í Finnlandi um helgina. Valdís Þóra endaði í 16.–22. sæti á +6 samtals en Ólafía Þórunn endaði í 30.–33. sæti á +8 samtals.


Lokastaðan:

Fjögurra vikna hlé er framundan á LETAS mótaröðinni, sem er sú næst sterkasta í Evrópu hjá atvinnukylfingum í kvennaflokki. Næstu tvö mót fara fram í byrjun október og síðan taka við úrtökumót fyrir LET Evrópumótaröðina.


Valdís Þóra hóf leik á 10. teig á lokahringnum en hún lék síðari 9 holurnar á -3 og var samtals á +1 á lokahringnum. Alls fékk hún ellefu fugla og einn örn á holunum 54. Þetta var 11. mótið hjá Valdísi á þessu keppnistímabili á LETAS mótaröðinni. Hún er í 24. sæti styrkleikalistans.

 

Screenshot (16).png

Ólafía Þórunn lék lokahringinn á 75 höggum eða +4 en hún fékk alls átta fugla á 54 holum. Alls hefur Ólafía leikið á 13 mótum á þessu tímabili og er hún í 17. sæti styrkleikalistans á LETAS mótaröðinni.


Screenshot (17).png

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ