Auglýsing

Samtök íþrótta og golfvallastarfsmanna á Íslandi, SÍGÍ, hélt aðalfund félagsins nýverið í klúbbhúsi Keilis í Hafnarfirði.

SÍGÍ eru samtök sem stuðla að fagmennsku hjá félagsmönnum sínum og sér þeim fyrir sem bestum upplýsingum til að auðvelda þeim starf sitt á golf- og íþróttavöllum á Íslandi.

Steindór Kr. Ragnarsson formaður SÍGÍ fór yfir ársskýrslu félagsins og þar kom fram að rekstur SÍGÍ stendur vel og er í góðu jafnvægi. Nánar á vef SÍGÍ.

Ýmsar viðurkenningar voru veittar til félagsmanna SÍGÍ á fundinum, þar á meðal silfur – og gullmerki SÍGÍ og gullmerki GSÍ.

Steindór, formaður félagsins, sagði við það tækifæri:

„Stjórn SÍGÍ vill nýta tækifærið og veita nokkrum meðlimum SÍGÍ okkar þakklætisvott fyrir mikinn stuðning og vel unnin störf í þágu félagsins og okkar fags. Silfurmerkið hljóta þeir aðilar sem hafa unnið ötullega fyrir hönd félagsins um árabil,” sagði Steindór.

Silfurmerki SÍGÍ:
Ágúst Jensson.
Brynjar Sæmundsson.
Guðmundur Árni Gunnarsson
Steinn G. Ólafsson.
Örn Hafsteinsson.

Frá vinstri: Ágúst Jensson, Brynjar Sæmundsson, Guðmundur Árni Gunnarsson, Steinn Ólafsson, Örn Hafsteinsson. Mynd/SÍGÍ.

Ólafur Þór Ágústsson, einn af stofnfélögum SÍGÍ, fékk afhent gullmerki SÍGÍ og nafnbótina heiðursmeðlimur SÍGÍ.

Hulda Bjarnadóttir, forseti Golfsambands Íslands, veitti Ólafi Þór gullmerki GSÍ. Hulda sagði við það tilefni að GSÍ myndi aðstoða SÍGÍ við að efla menntun í faginu og stuðla þar með að endurnýjun í faginu

Ólafur Þór fékk einnig silfurmerki Knattspyrnusambands Íslands en Bjarni Þór Hannesson afhenti þá viðurkenningu.

Hulda Bjarnadóttir forseti GSÍ og Ólafur Þór Ágústsson.

Steindór Kr. Ragnarsson formaður SÍGÍ og Ólafur Þór Ágústsson. Mynd/SÍGÍ

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ