Auglýsing

Dagana 20-23. júlí næstkomandi verður haldið á Hvaleyrarvelli Íslandsmót í golfi 2017. Það er mikill heiður fyrir Golfklúbbinn Keili að vera falið að halda stærsta mót sumarsins.

Til að halda svona mót þarf Keilir á sjálfboðaliðum að halda til fjölmargra starfa meðan á mótinu stendur. Það vantar framverði, skorskráningafólk, aðstoð við beina útsendingu og margt fleira. Viðverutími hverrar vaktar fimmtudag og föstudag verður rúmar 4 klst og laugardag og sunnudag um 2,5 klst.

Allir sjálfboðaliðar þurfa að mæta á fund þriðjudaginn 18. júlí klukkan 21:00 á annarri hæð í Hraunkoti. Þar verður farið nánar yfir vinnuna framundan yfir mótið.

Sjálfboðaliðar fá jakka til minningar, nesti á vaktina og talstöð til að vera í sambandi við stjórnstöð. Þá er einnig gott ef sjálfboðaliðar geta hjálpað okkur með I-pada til skorskráningar. I-padarnir þurfa að vera með SIM-korti.

Sjálfboðaliðastöðin verður staðsett í Hraunkoti á annarri hæð, stjórnandi og skipuleggjandi sjálfboðaliðastarfsins er Már Sveinbjörnsson.

Netfang Más er marh6@outlook.com

Farsími er 625 7171

Athugið að viðverutími hverrar vaktar fimmtudag og föstudag verður rúmar 4 klst og laugardag og sunnudag um 2,5 klst.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga að taka þátt í þessu stóra verkefni að skrá sig með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan.

Smelltu hér til að skrá þig:

Happdrætti:

Dregið verður um alls átta sæti í Formannabikarinn á meðal sjálfboðaliðana sem taka þátt. Formannabikarinn er mót leikið á mánudagsmorgninum eftir Íslandsmótið, þannig gefst heppnu sjálfboðaliðunum átta tækifæri að leika Hvaleyrarvöll við bestu aðstæður daginn eftir Íslandsmótið í golfi.

Hefð er fyrir Formannabikarnum, þar sem Formönnum og framkvæmdastjórum golfklúbbana á Íslandi er boðið að leika Íslandsmótsvöllinn daginn eftir mótið. Veitingar eru í boði og hefst keppnin klukkan 09:00 þar sem allir keppendur eru ræstir út á sama tíma.

 

 

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ